Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 22
SKULÝÐS- OG TÓMSTUNDAMÁL
beinanda, hvort sem er í skóla eða
félagsstarfi. Reynslan í æskulýðs-
starfi leiðir í Ijós, að þeir ungl-
ingaleiðbeinendur, sem gefa eitt-
hvað af sjálfum sér í starfið, ná bezt-
um árangri. Mælikvarðinn á gæði
almenns æskulýðsstarfs verður
ekki skoðaður með annarri mæli-
stiku en þeirri, að mikilvægt er, að
unglingarnir verði virkir þátttakend-
ur, en ekki óvirkir þiggjendur.
Að lokum langar mig til að varpa
fram spurningum, sem m.a. eiga að
verða til umhugsunar þeim, sem
eru að sinna störfum á sviði
æskulýðsmála.
Hver er tilgangurinn með félags-
og tómstundastarfi unglinga?
Er tilgangurinn að gera unglinga
færari til að taka að sér félagsleg
störf í þjóðfélaginu, eins og kveðið
er á um i grunnskólalögum?
- að búa til spegilmynd
af skemmtanalffi fullorðna
fólksins, þannig að ungl-
ingarnir verði vel undir það
búnir að taka þátt í þeim sam-
kvæmum, sem boðið er upp
á á öldurhúsum borgarinnar?
- að búa til launaða auka-
vinnu fyrir kennara og
æskulýðsleiðtoga?
- að státa af fullu húsi af
unglingum?
- að unglingar öðlist al-
mennan skilning á starfi fé:
laga og stjórnun og stuðla
þannig að auknum fé-
lagsþroska þeirra?
- að vekja áhuga ungl-
inga á félags- og tómstunda-
starfi og veita þeim tækifæri
til þess að takast á við ný og
ólík viðfangsefni?
„Op/ð starl". Útimarkaður við skáia I Reykjavlk.
Efni í bogaskemmur með eða án gafla
Hentugar fyrir véla- og verkfærageymslur, heyhlöður, gripahús o.fl
Klæðning galvaneseruð eða með innbrenndri Ijósgrænni málningu.
Útvegað með stuttum fyrirvara.
Útvegum ennfremur klæðningar á boga-
skemmur galv. eða m/innbrenndri máln-
ingu, fyrir þá sem þurfa að endurnýja eldri
klæðningar
FJALAR HF.
SNOEI bogaskemma viö Sultartanga ÆgÍSgÖtU SÍmÍ 17975/76
212 SVEITARSTJÓRNARMÁL