Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 34
FRÆBSLUMÁL Jón H. Magnússon, verkfræðingur: Tölvuvæðing í íslenzkum skólum Samstarf milli skóla, atvinnulífs og sveitarfélaga Hefðbundin iðnaðarþjóðfélög eru núna að þróast yfir í það, sem nefnt er upplýsingaþjóðfélög. í þessum þjóðfélögum verður þekking og greiður aðgangur að alls konar upplýsingum um tækninýjungar og hagnýtingu þeirra afgerandi fyrir efnahagslegar framfarir. Eitt mikilvægasta hjálpartæki mannsins í upplýsingaþjóðfélaginu verður tölvan ásamt margs konar tækjabúnaði til þess að vinna úr og geyma alls konar upplýsingar. Til þess að geta hagnýtt sér sem bezt möguleika þessara hjálpar- tækja reyna öll menningarþjóðfélög að efla tölvufræðslu f skólum og námskeiðahald fyrir atvinnulífið. Efling tölvufræðslu í skólum landsins Á íslandi er fyrirhugað að efla tölvufræðslu í skólum landsins. Tölvufræðsla þessi hefur ekki verið skipulögð endanlega, og ekki er al- veg Ijóst, hvernig fjármagna eigi tölvukaup skólanna. Verið er að vinna að gerð ýmissa kennsluforrita og námsgagna um tölvufræðslu á nokkrum stöðum eins og við Kenn- araháskólann. Nokkrir skólar hafa nú þegar hafið markvissa fræðslu fyrir kennara sína með sérstökum námskeiðum. Nokkrir skólar hafa einnig hafið umfangsmikla tölvufræðslu að eigin frumkvæði, og margir skólar eru að undirbúa kaup á tölvubúnaði. Samstarf við atvinnulífið Fyrir skóla úti á landi er áhuga- vert að hafa samstarf við atvinnu- lífið um val á tölvubúnaði, sem nýta má til þess að halda námskeið fyrir starfsmenn í nærliggjandi fyrirtækj- um, sjúkrahúsum og opinberum skrifstofum. Viða erlendis er nokkuð algengt, að atvinnulífið taki þátt í að fjár- magna þessi kaup skólanna á tækjabúnaði með það fyrir augum að fá betur menntað starfsfólk í framtíðinni og til þess að fá betri möguleika á að halda námskeið fyrir starfsfólk sitt. Stofnun tölvuklúbba Segja má, að tölvur séu nokkuð vinsæl leiktæki hjá mörgum ungl- ingum, og eru þeir almennt fljótir að læra á þær. Fæstir unglingar, sem áhuga hafa á að læra á þær, hafa samt efni á að kaupa sér vandaðan tölvubúnað til þess að æfa sig á og skrifa eigin forrit. Þess vegna hlýtur að vera áhugavert, að skólar lands- ins kanni áhuga og möguleika á að stofna sérstaka tölvuklúbba, þar sem unglingar fá afnot af tölvubún- aði skólanna á kvöldin og um helgar. Tölvuver Tölvufræðsla í hverjum einstök- um skóla hlýtur að fara mikið eftir áhuga kennara í viðkomandi skóla og möguleikum skólans á að fjár- magna kaup á hagkvæmum bún- aði. Þá skiptir miklu máli áhugi nærliggjandi fyrirtækja á að taka þátt í kaupum á tölvubúnaðinum. Markmið hvers skóla hlýtur að vera að reyna að koma sér upp vönduðu „tölvuveri" með nauðsyn- legum tölvubúnaði til kennslu og námskeiðahalds fyrir atvinnulífið. Jón H. Magnússon, verkfræðingur, starfar sem ráðgjafi á sviði tölvumála fyrir skóla og atvinnufyrirtæki. brigðisnefndum ber að senda hlutaðeigandi sveitarstjórnum fyrir 15. október ár hvert tillögu að fjárhagsáætlun (um útgjöld til heilbrigðiseftirlits) fyrir næsta ár. Sveitarstjórnir taka síðan endan- legar ákvarðanir um útgjöld og framlög til heilbrigðiseftirlits við afgreiðslu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins. Með þessari lagabreytingu er verið að tryggja, að einstakar sveitarstjórnir, sem bera kostnað vegna heilbrigðiseftirlits, ráði því, hver sá kostnaður verður. í öðru lagi er nýmæli ( lögunum um heimild sveitarstjórna til að innheimta gjald af eftirlits- skyldri starfsemi skv. gjaldskrá, sem heilbrigðis- ráðherra staðfestir, s. s. af matvælaframleiðslu og verzlun með matvæli, veitinga- og gistihúsum, lækningastofum, sólbaðsstofum, hárgreiðslu- og rakarastofum o. fl. - Með slíkri gjaldtöku fengju sveitarfélög væntanlega einhverjar tekjur á móti kostnaði við heilbrigðiseftirlit. Eftir er að móta reglur, sem lagðar verða til grundvallar gjald- skrám skv. lögunum. M.E.G. 224 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.