Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 11
SAMTALIÐ
Sundlaugin ad Sólgörðum. Handan búnmgsklefahússins er skólahúsið. Það var upphaflega riest sameiginlega at Kvenfélagi Siglufjarðar og
Haganeshreppi sem skólahús á vetrum og sem sumardvalarheimili siglfirzkra barna & sumrum. Húsið var nýtt þannig tyrstu árin ettir að það
var bvggt kringum árið 1940. Sundlaugin er 16% mx 12 mað stærð og kringum hana rimlaveggur. Henni er vel við haldið og hún mikið notuð.
— Eru félagsmál sameiginleg í hreppunum?
„Já, ungmennafélag er sameiginlegt í þeim báðum.
Bridgefélagar hafa með sér sameiginlegan klúbb, og er
spilað einu sinni í viku. Kvenfélag er sameiginlegt, en
búnaðarfélag í hvorum hreppi fyrir sig. Hrepparnir
standa nú sameiginlega að félagsheimili að Ketilási í
Holtshreppi, en það var upphaflega aðeins byggt fyrir
Holtshrepp. Þar var einnig skóli áður fyrr. Fleira mætti
nefna um félagsmál. Þannig eru skíðamenn beggja
hreppanna í einu félagi, Skíðafélagi Fljótamanna. í
Fljótum hafa löngum verið góðir skíðagöngumenn.
Margir þeirra hafa náð langt. Til dæmis má nefna þrjá
eða fleiri íslandsmeistara í skíðagöngu, og fleiri fræknir
skíðamenn eiga uppruna sinn að rekja til Fljótanna. Það
er örðugt að halda uppi líflegu félagsstarfi á vetrum,
meðan unga fólkið er flest í skólum annars staðar."
— Hvaða mótbárur eru helztar gegn sameiningu
hreppanna?
„Ýmsir halda, að breyting muni verða á
upprekstrarrétti einstakra jarða. En það held ég, að
ekki sé ástæða til að ætla, að verði. Ég held, að hver
jörð eigi sinn upprekstur, án tillits til þess, í hvaða
hreppi hún er nú, og að þar á verði ekki breyting."
— Stíflugerð vegna Skeiðsfossvirkjunar spillti jörðum
í Fljótum?
„Já, einir 5 eða 6 bæir í Holtshreppi fóru í eyði, þegar
Skeiðsfoss í Fljótaá var virkjaður á árunum 1942—1945,
en virkjunin er í Holtshreppi. Gert var geysistórt
uppistöðulón, sem þekur mestallt láglendi Stíflunnar,
en svo heitir fremsti hluti Holtshrepps. Þar er aðeins
búið á tveimur býlum nú. Það er því að mestu af, sem
áður var, samanber vísuna alkunnu:
Vaxa fíflar Fróni á,
finnst þar ríflegt heyið
ó hve líflegt er að sjá
oní Stíflugreyið.
Orðið ríflegt er í vísunni jafnan borið fram ríbblegt og
orðið líflegt sem líbblegt, eins og að líkum lætur.
Einhverjar smábætur fengu bændur jarðanna á sínum
tíma fyrir missinn, en ég gæti trúað, að þær þættu ekki
miklar nú. Siglufjarðarkaupstaður keypti jörðina Skeið
á árinu 1921, en henni fylgdu hálf vatnsréttindin við
Skeiðsfoss. Hinn helming vatnsréttindanna keypti
bærinn á árinu 1929. Skeiðsfossvirkjun varsíðan byggð
á árunum 1944 og 1945 og var þá 24oo kW, en var á
árunum 1953 og 1954 stækkuð í 3200 kW. Loks var
endurvirkjað við Þverá á árunum 1975 til 1976. Afl
beggja virkjananna er nú talið 4900 kW, en
raforkuvinnsla var á árinu 1983 samtals 19275 MWh og
hafði aukizt um 12% frá árinu á undan. Rafmagn frá
Skeiðsfossvirkjun var á árinu 1955 leitt á býli í
hreppunum og ári síðar um Lágheiði til Ólafsfjarðar.
Loks tengdist svæðið landskerfinu með lagningu
SVEITARSTJÓRNARMÁL 201