Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 41
LANDSHLUTASAMTOKUM Garðarsson, sveitarstjóra í Ölfus- hreppi, og stjórn Iðnþróunarsjóðs hefur kosið Guðmund Sigurðsson, bæjarfulltrúa á Selfossi, og Ólaf Elísson, bæjarstjóra í Vestmanna- eyjum. Þá var loks í atvinnumálum álykt- að um nauðsyn þess að vinna mark- visst að aukinni úrvinnslu úr sjávar- afurðum og var sérstaklega bent á vannýtta fiskstofna, s. s. kola, spærling og gulllax. Bændur og félagssamtök þeirra voru hvött til þess að huga vel að öllum möguleikum á fjölbreytni í framleiðslu og vinnslu landbúnaðar- afurða með þarfir og óskir markað- arins í huga. Fundurinn vakti athygli á þeirri búseturöskun, sem stórfelld- ur samdráttur i landbúnaði hefur, og minnti í því sambandi á þýðingu niðurgreiðslna í verðlagningu og neyzlu landbúnaðarvara innan- lands. Fundurinn hvatti alla þá, sem að atvinnumálum starfa, sveitarstjórnir, atvinnumálanefndir, atvinnurekend- ur og samtök þeirra og launþega- samtök að stuðla á allan hátt að eflingu og framgangi atvinnuupp- byggingar í kjördæminu. Jafnframt var bent á, að uppbygging verk- námsskóla í héraðinu geti stuðlað í ríkum mæli að eflingu atvinnulífs í framtíðinni. Heilbrigðiseftirlit Matthías Garðarsson, heilbrigðis- fulltrúi, gerði á fundinum grein fyrir starfsháttum við heilbrigðiseftirlit á vegum ríkisins og Ingimar Sigurðs- son, formaður stjórnar Hollustu- verndar ríkisins, gerði einnig grein fyrir nýskipan heilbrigðiseftirlits samkvæmt lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit númer 50/1981. Að tillögu heilbrigðisnefndar gerði fundurinn ályktun, þar sem fagnað er framkomnum tillögum til breytinga á lögunum, sérstaklega tillögu um heimild til gjaldtöku fyrir eftirlitsskylda starfsemi. Taldi fund- urinn eðlilegt, að allt að tveir þriðju hlutar af kostnaði við heilbrigðiseft- irlitið greiðist af gjaldskyldum fyrir- tækjum á svæðinu. Að tillögu fjárhagsnefndar skor- aði fundurinn á Alþingi að breyta lögunum þannig, að ríkissjóður greiði laun heilbrigðisfulltrúa eins og önnur laun við heilbrigðisþjón- ustuna. Stuðningur við Ferðamáia- samtök Suðuriands Að tillögu allsherjarnefndar fund- arins var samþykkt að hvetja til átaks til eflingar ferðamálum á Suðurlandi svo sú atvinnugrein megi verða til öflugri stuðnings við afkomu Sunnlendinga. Samvinna um iandvernd Fundurinn hvatti sveitarstjórnir til náinnar samvinnu sín á milli um uppgræðslu og landvernd. Mikið hafi áunnizt, m. a. með því að losna við hrossabeit úr afréttum, auk þess sem sauðfé hafi fækkað allveru- lega. Þá var mælt með því, að efnis- námur til vegagerðar og bygging- arframkvæmda á Suðurlandi verði kortlagðar. Varnir gegn riðuveiki Loks mælti fundurinn með ströng- um varnaraðgerðum vegna riðu- veiki í sauðfé og tók undir ályktun Búnaðarfélags Laugardalshrepps, sem fundinum barst um það efni. Varnargarðar við Markarfijót Af ályktunum fundarins um sam- göngumál er helzt að nefna sam- þykkt um byggingu varnargarða við Markarfljót vegna tjóns þar sl. vetur. Einnig er lögð áherzla á lagningu stofnbrauta um byggðarlagið og skorað á stjórn vegamála að breikka hin mjóu ræsi, sem eru á Ölfusvegi milli Hveragerðis og Þrengslavegar vegna mikillar slysa- hættu, þegar umferð er beint á þann veg vegna ófærðar á Hellis- heiði. Loks eru gerðar samþykktir um flugvallamál, póstþjónustu og síma- þjónustu um hinar búsældarlegu sveitir Suðurlandsundirlendis. Stjórn og fuiitrúaráð í stjórn SASS til eins árs voru kjörnir Ólafur Elísson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, formaður; Óli Þ. Guðbjartsson, bæjarfulltrúi á Sel- fossi; Kristinn Jónsson, oddviti Fljótshlíðarhrepps; Hanna Hjartar- dóttir, oddviti Kirkjubæjarhrepps, og Gísli Einarsson, oddviti Biskups- tungnahrepps. Aðrir í fulltrúaráð SASS voru kjörnir bæjarfulltrúarnir Georg Þór Kristjánsson og Andrés Sigmunds- son í Vestmannaeyjum, Hafsteinn Þorvaldsson, bæjarfulltrúi á Sel- fossi, Auður Guðbrandsdóttir, hreppsnefndarmaður í Hveragerði; oddvitarnir Guðrún Inga Sveinsdótt- ir í Austur-Eyjafjallahreppi og Magnús Karel Hannesson á Eyrar- bakka og sveitarstjórarnir Ólafur Sigfússon í Hvolhreppi, Hafsteinn Jóhannesson f Mýrdalshreppi hin- um nýstofnaða og Stefán Garðars- son í Ölfushreppi. Endurskoðendur SASS voru kosnir Steingrímur Jónsson, hreppsnefndarmaður á Stokkseyri, og Ólafur Sigfússon, sveitarstj. í Hvolhreppi. Þá var á fundinum kosið fimm manna fræðsluráð, fjórir fulltrúar á aðalfund Landsvirkjunar, orkunefnd og samgöngunefnd til þess að starfa milli aðalfunda auk fimm manna atvinnumálanefndar, sem getið er framar f þessari frásögn. Að loknum fundi bauð Hvol- hreppur fundarmönnum til kvöld- verðar. Að kvöldi fyrri fundardagsins var haldinn aðalfundur Iðnþróunarsjóðs Suðurlands, og segir frá sjóðnum aftan við þessar frásögn. SVEITARSTJÓRNARMÁL 231

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.