Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 44

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 44
SKIPULAGSMÁL Sigurbjörn Hallsson, verkfræðingur: Svæðisskipulag Eyjafjaröar Sigurbjörn Hallsson, forstöðu- maður Svæðisskipulags Eyjafjarð- ar, var ráðinn í þá stöðu í október- mánuði 1983. Sigurbjörn er fæddur 27. maí árið 1948 á Akureyri, sonur hjónanna Aðalheiðar Gunnarsdótt- ur og Halls Sigurbjörnssonar, skatt- stjóra þar. Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1969, fyrrihlutaprófi í bygging- arverkfræði frá Háskóla íslands árið 1972, prófi í byggingarverkfræði frá Norges Tekniske Högskole árið 1974, prófi í byggingarlist frá Det Kongelige Danske Kunstakademi árið 1980 og stundaði síðan fram- haldsnám I byggingarlist og borg- arskipulagningu f Rómaborg árið 1982-1983. Sigurbjörn starfaði sem ráðgef- andi verkfræðingur á Akureyri árið 1975-1976 og stundaði verkfræði- og arkitektastörf í Kaupmannahöfn árin 1980-1982. Aödragandi Formlega var stofnað til sam- starfs um skipulagsmál Akureyrar og nágrennis 2. ágúst 1973, er und- irritaðar voru í félagsmálaráðu- neytinu reglur fyrir samstarfsnefnd- ina. Fimm sveitarfélög stóðu að samstarfsnefndinni. Voru það Akur- eyri, Glæsibæjarhreppur, Hrafna- gilshreppur, Svalbarðsstrandar- hreppur og Öngulsstaðahreppur. Skipulagsstjórn ríkisins skipaði for- mann nefndarinnar. Upp úr þessu samstarfi mótaðist síðan samvinnunefnd um svæðis- skipulag Eyjafjarðar með þátttöku allflestra sveitarfélaganna á svæð- inu. í samstarfsnefndinni eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju sveitarfélagi auk fulltrúa frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Skipulagsstjórn rikisins skipar formann nefndarinnar. Mörk skipulagssvæðisins eru skilgreind sem sýslumörk Eyjafjarðarsýslu að vestanverðu og hreppamörk Háls- hrepps og Ljósavatnshrepps að austanverðu. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að samræmingu á skipulagi þess svæðis, er hlutaðeigandi sveitarfé- lög ná yfir. Endurskoðun skipulags- laganna Samstarf um svæðisskipulag Eyjafjarðar er að nokkru leyti byggt á 3. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, þar sem gert er ráð fyrir, að unnt sé að gera að einhverju leyti sameigin- legt skipulag fyrir fleiri sveitarfélög. Þá er einnig stuðzt við drög að nýrri reglugerð um gerð skipulagsáætl- ana, sem er endurskoðun á skipu- lagsreglugerð nr. 217/1966. í endurskoðuninni er gert ráð fyrir fjórum mismunandi tegundum skipulagsáætlana, þ.e. landsskipu- lagi, svæðisskipulagi, aðalskipulagi og deiliskipulagi. Með þessari endurskoðun skipu- lagsreglugerðarinnar er stigið mikil- vægt skref í átt til endurskoðunar gildandi skipulagslaga í þeim til- gangi að laga þau að breyttum að- stæðum og auknum kröfum um samræmingu allrar áætlanagerðar. Eins og kemur fram hér að ofan, er gert ráð fyrir, að inn í reglu- gerðina komi ákvæði um nýjar teg- undir skipulagsáætlana, þ.e. lands- skipulag og svæðisskipulag. Með þessu eru lögð drög að því, að á íslandi verði unnið að skipulagi á þrem sviðum, þ.e. lands-, svæðis- og aðalskipulagi. Slík skipu- lagsvinnubrögð hafa verið viðhöfð annars staðar á Norðurlöndum nú um nokkurt skeið með góðum árangri. Landsskipulag er áætlun, sem tekur til landsins alls og fjallar um aðalatriði varðandi þróun byggðar og atvinnuvega. Markmið með landsskipulagi er að skapa heildar- yfirlit, samræma byggðaþróun og móta ramma fyrir svæðisskipulag. Svæðisskipulag nær yfir fleiri en eitt sveitarfélag, allt að heilu land- svæði (landshluta). Markmið með svæðisskipulagi er að móta sam- ræmda heildarstefnu varðandi þró- un byggðar og landnotkunar innan skipulagssvæðisins og stuðla að hagkvæmri þróun. Með svæðis- skipulagi er mótaður rammi fyrir aðalskipulag. Eitt aðalatriði með gerð svæðis- skipulags er gerð áætlunar um landnotkun. Sem dæmi um land- notkun má nefna: landnotkun byggðar- og þéttbýlissvæða, land- notkun landbúnaðarsvæða, land- 234 sveitarstjórnarmAl

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.