Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 43
LANDSHLUTASAMTOKUM
veitingar sjóðsins eru lán vegna
húsakaupa og bygginga, véla-
kaupa, markaðsmála, iðngarða-
bygginga og kaupa á hlutabréfum.
Áhættulán hafa fyrst og fremst
verið veitt vegna nýiðnaðarathug-
ana. Hafa verið veitt áhættulán
vegna arðsemiskönnunar á ál-
steypu, framleiðslu á C-vítamíni,
kísilkarbíð, kertum, frekari úrvinnslu
sjávarfangs, t.d. meltu og humar-
krafti, ræktun á áli, rækju og humri.
Lokaorð
Óhætt er að fullyrða, að reynslan
af Iðnþróunarsjóði Suðurlands er
góð. Ég tel, að ein ástæðan fyrir
því, hvað hægt hefur miðað i iðn-
þróun sé sú, að menn hafa bara
talað um málin, en síðan engin tæki
haft til að gera hlutina.
Iðnþróunarsjóður á héraðsvísu er
tæki, sem getur lyft grettistaki.
í núverandi stjórn sjóðsins eiga
sæti: Guðmundur Sigurðsson,
bæjarfulltrúi á Selfossi, sem er for-
maður; Ölvir Karlsson, oddviti Ása-
hrepps, varaformaður; Ólafur Elís-
son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum,
Andrés Sigmundsson, bæjarfulltrúi í
Vestmannaeyjum, Vigfús Guð-
mundsson, oddviti Mýrdalshrepps;
Hafsteinn Kristinsson, oddviti Hvera-
gerðishrepps, og Einar Sigurðsson,
hreppsnefndarfulltrúi í Ölfushreppi.
Reglugerð fyrir Iðnþróunarsjóð
Suðurlands er fáanleg hvort heldur
er á skrifstofu iðnþróunarsjóðsins,
Austurvegi 38, Selfossi, símanr.
99-1350, eða á skrifstofu Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga, Háa-
leitisbraut 11, Reykjavík, en síma-
númer þar er 91-83711.
Iþróttahús og
félagsheimili í senn?
Víða um land eru sveitarfélög að
berjast við að koma upp félagsheimili
og íþróttahúsi, sem rúma eiga það
stærsta, sem þörf er á á hvorum vett-
vangi um sig. Þetta eru fjárfrek mann-
virki, sem lengi eru að ná því marki að
vera talin fullgerð. Allar tilraunir til að
draga úr þessari miklu yfirbyggingu
sveitarfélaga ættu því að vera góðra
gjalda verðar.
Með þessum orðum er ætlunin að
benda á mjög hagstæða lausn á
þessu vandamáli. Sú lausn felst í því,
að hægt sé að breyta íþróttahúsi I
samkomuhús á stuttum tíma, án þess
þó, að viðkvæmir fletir íþróttahússins
skemmist við það. Breytingin er sú, að
sérhannaðir pallar, sem eru mjög fyrir-
ferðarlitlir í geymslu, eru notaðir til að
skapa þær hæðir í húsið, sem þurfa
þykir hverju sinni. Ein gerð þessara
palla eru TRENOMAT-pallarnir. Þeir
eru þýzk gæðavara, sem hlotið hefur
viðurkenningu þar í landi fyrir gæði og
styrkleika. Pallar þessir eru smíðaðir
úr hnotu og áli og eru þess vegna léttir
og auðveldir í meðförum. Hver pallur
er 2 fermetrar að stærð og ber 1000
kg. Á TRENOMAT handvagni er því
hægt að geyma 16 palla eða 32 m2
svið, og rétt er að undirstrika, að pall-
urinn er aðeins 2 m2 að flatarmáli, eins
og áður segir.
Pallar þessir koma að sem mestu
gagni, séu þeir með hæðarstillandi fót-
um. Þá er unnt að velja um allt að timm
hæðarstillingar, allt frá 10 að 100 cm.
Einnig er unnt að fá pallana í föstum
hæðum eða án undirstöðu til að leggja
beint á viðkvæm gólf, svo hægt sé að
dansa í húsinu. Með pöllum þessum
fylgja margs konr aukahlutir til að gera
pallana svipmeiri og öruggari, t. d.
handrið og tröppur, sviðstjöld, lýsing
og sitthvað fleira. Forstöðumenn
TRENOMAT-fyrirtækisins taka einnig
tillit til mismunandi aðstæðna og óska
væntanlegra viðskiptavina.
Umboðsmaður TRENOMAT á ís-
landi er Rúnar Björgvinsson, sem hef-
ur skrifstofu að Laugavegi 21 í Reykja-
vík með símanúmer 91-22245. Þar er
hægt að fá allar frekari upplýsingar
um tæknileg atriði og fleira um þessa
palla.
Rúnar Björgvinsson
sveitarstjórnarmál 233