Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 47
INYJUNGAR I ATN/IIMIMLJL.IFIIMLJI
6) Til þess að seiðið taki fyrsta mat-
arbitann, þarf að vera svo mikið
af örverum umhverfis, að það
þurfi varla að gera annað en
opna kjaftinn.
Ef hrygningartíminn, sem er
venjulega styttri, því minni sem
hrygningarstofninn er, er ekki á
sama tíma og hámarksblómstrun-
artími grænþörunga, getur dauða-
talan orðið allt að 100% af klöktum
seiðum.
Sé hins vegar um stóran hrygn-
ingarstofn að ræða, sem dreifist
niður á marga árganga, tekur
hrygningin venjulega lengri tíma,
sem leiðir til þess, að eitthvað af
hrygningunni hittir á hámarks-
blómstrun þörunga.
Hér verða menn að hafa í huga,
að við slík skilyrði er algengt að
finna um eina milljón þörunga-
frumna I einum lítra af sjó og allt að
3-4 milljónum. Þá má búast við, að
dauðatalan lækkaði e. t. v. niður í
u. þ. b. 99,99% af klöktum seiðum.
Stór munur er á því og 99,9999%
dauða.
Þrjár þorskeldisaðferdir,
sem hentaó gætu ísienzk-
um aóstæðum
1) Ala upp u. þ. b. 10 cm seiði,
setja þau í búr á hafsbotni og
ala til slátrunar.
2) Sleppa u. þ. b. 10 cm seiðum f
lokaðan poll, lón eða fjörð. Með
réttum aðgerðum má stýra líf-
framleiðslunni þannig, að sem
allra mest fari í fóður fyrir eldis-
þorskinn.
3) Ala upp 5 til 7 cm seiði í millj-
ónatali til að sleppa til uppbygg-
ingar á íslenzka þorskstofninum.
Botnkvíaeldi
Tæknilega séð er eflaust hægt að
koma fyrir stóru nótabúri á hafs-
botni og losna þannig við öldugang
og áhrif veðra og vinda. Og rétt
eins og að vitja um net væri hægt
að fóðra fiskinn í gegnum slöngur.
Það góða við þorskinn í þessu
sambandi er, að hann étur upp af
botninum, en það gerir laxinn t. d.
sjaldan, og að hann étur svo að
segja allt, sem að kjafti kemur. Lax
er hins vegar matvandur fiskur og
getur átt það til að hætta að éta f
nokkra daga, ef skipt er um fóð-
urtegund. Þess má geta, að tilraunir
með að fóðra lax á hafsbotni, sem
gerðar voru í rannsóknareldisstöð-
inni að Austevoll, leiddu eftirfarandi
í Ijós: Laxinn virðist gleypa loft við
yfirborð sjávar, þ. e. a. s. setur loft f
sundmagann, og stillir þannig
þyngd sína í sjónum. Þegar hann
hefur ekki lengur aðgang að lofti,
þyngist hann og erfiðar til þess að
sökkva ekki. Álitið var, að leysa
mætti vandann með því að stað-
setja hvelfingu með lofti ofan f búr-
inu. Það hefur hins vegar ekki verið
fullreynt.
Stærsta spurningin er sú, bæði
varðandi þorsk og lax, hvort fóðrið
sé nægilega ódýrt til þess að það
borgi sig að fara út í slíkt. Þumal-
fingurregla til hjálpar við að svara
því er, að ef kg af fóðri er undir 30%
af söluverði fisksins/kg, þá er
grundvöllurinn kominn.
Pollaaóferö
Hér er um að ræða sömu aðferð
og notuð er við rannsóknir í Hyltro-
pollinum, þ. e. a. s. að maðurinn
reynir að hafa áhrif á lífframleiðslu
pollsins á þann hátt, að sem allra
mest fari í mat handa þorskinum, en
ekki handa samkeppnisverum og
þeim, sem éta þorsk eða þorsk-
seiði. T. d., eins og áður er nefnt,
drepa allt líf og byrja svo frá grunni
og hafa þannig stjórn á, hvaða líf-
verur eru til staðar og hve mikið af
hverri tegund.
Hér mætti hugsanlega auka fram-
leiðslu þörunga með áburðardreif-
ingu, þ. e. fosfór (fosfat-P043-) og
köfnunarefni (nitrat-N03-).
Með tiltölulega litlu af fosfór má
auka framleiðsluna verulega, en
Greinarhölundur, Guðmundur Valur Stefánsson, að starfi í háskótanum í Bergen. Guðmundur
heldur hér á vænum laxi úr tilraunaeldisstöð skótans.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 237