Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Blaðsíða 36
FRÁ LANDSHLUTASAMTOKUM Fjórðungsþing Vestfírðinga 1984 á ísafírði Fjórðungsþing Vestfirðinga 1984 var haldið á ísafirði 8. og 9. sept- ember. Aðalverkefni þingsins var að fjalla um drög að frumvarpi til laga um ný sveitarstjórnarlög. Félagsmála- ráðherra, Alexander Stefánsson, hélt framsöguræðu um málið. Allmiklar umræður urðu um það, einkum um héraðsþing og héraðs- ráð, sameiningu og samstarf sveit- arfélaga, landshlutasamtök o.fl. All- löng ályktun var gerð um málið. Af öðrum málum má nefna þrjár ályktanir um samgöngumál, ályktun um atvinnumál, samþykkt var aðild að Ferðamálasamtökum Vestfjarða. Þá var kosin milliþinganefnd til að endurskoða lög sambandsins. Aðalmenn i stjórn Fjórðungssam- bandsins voru kosnir: Benedikt Kristjánsson, bæjarfulltrúi i Bolung- arvík; Guðmundur H. Ingólfsson, bæjarfulltrúi á (safirði; Björn Gísla- son, hreppsnefndarmaður á Pat- reksfirði; Karl E. Loftsson, oddviti Hólmavíkurhrepps, og Jónas Ólafs- son, sveitarstjóri Þingeyrarhrepps, sem kosinn var formaður fjórðungs- sambandsins. Ályktun þingsins um tillögu endurskoðunarnefndar Hér fer á eftir ályktun þingsins um tillögu endurskoðunarnefndar um ný sveitarstjórnarlög: Fjórðungsþing Vestfirðinga 1984 hefur fjallað um tillögur endurskoð- unarnefndar að nýjum sveitarstjórn- arlögum og gerir í því sambandi eftirfarandi samþykkt: 1. Fjórðungsþing lýsir fullum stuðningi við megintilgang og mark- mið tillögunnar, sem kemur fram í eftirfarandi atriðum: a. Að sjálfsstjórn sveitarfélaga beri að auka. b. Að réttarstaða allra sveitarfé- laga eigi að vera sem líkust. c. Að stuðla beri að vald- og verk- efnadreifingu. d. Að valfrelsi sveitarfélaga um stjórn og verkefnaval beri að auka. e. Að þegar sveitarfélögum eru fengin verkefni, eigi að fara sem mest saman ákvörðun, fram- kvæmd og fjárhagsleg ábyrgð. f. Að stuðla beri að eflingu og stækkun sveitarfélaga til þess að þau verði betur fær um að valda verkefnum sínum og taka við auknum verkefnum. g. Að stuðla beri að lýðræðislegum stjórnarháttum í meðferð sveitar- stjórnarmála. 2. Fjórðungsþing metur það til ávinnings fyrir sveitarfélögin, ef tekst að ná samstöðu um eflingu þeirra með sameiningu í stærri heildir. Fjórðungsþing leggur þó meginá- herzlu á, að forsendur sameiningar verði að vera þær, að landfræði- legar, viðskiptalegar og félagslegar heildir geti myndazt við samein- inguna. Skorti eina þessara forsendna, telur þingið, að tilgangi sameining- ar verði vart náð og sameining við þær aðstæður hafi vart við rök að styðjast. Þingið bendir á, að sú reynsla, sem nú þegar er fengin af þátttöku smæstu sveitarfélaganna í hinu frjálsa samstarfi landshlutasamtak- anna, hefur mikla þýðingu, ekki að- eins gagnvart þeim, heldur og fyrir samstarfið í heild. Það að stækka sveitarstjórnar- einingarnar með því markmiði að efla þær sem stjórnsýslueiningar getur þingið fallizt á, enda séu áð- urnefndar sameiningarforsendur fyrir hendi. 3. Fjórðungsþingið er því hlynnt, að meginverkefni sveitarfélaga séu tilgreind í nýjum lögum um þau. En þingið telur, að forsenda þess að verkefni sveitarfélaga séu rétt skil- greind í lögunum sé sú, að tekin hafi verið ákvörðun um tekjustofna sveitarfélaga, er tryggi teknaöflun í samræmi við verkefni, sem þeim eru falin. Þingið fellst því á það meginmarkmið tillagnanna, að sam- an fari ákvörðunarvald og fjárhags- leg ábyrgð. Þingið fellst því á þennan þátt tillagnanna, ef tekjustofnar eru tryggðir til þeirra verkefna, sem þeim eru falin. Þingið lýsir stuðningi sinum við sjálfsákvörðunarrétt sveit- arfélaga um gjaldskrár eigin fyrir- tækja og stofnana. Fjórðungsþing mótmælir lögbind- ingu ákvæða um skyldu sveitarfé- laga til 5 ára áætlanagerðar, en tel- ur þó mikilvægt, að sveitarstjórnir taki upp áætlanagerð til skemmri tíma, miðað við umfang heildar- starfsemi sveitarfélagsins. Fjórðungsþingið fagnar þeim ákvæðum, er koma fram í 87. gr. um ábyrgðir sveitarfélaga, þar sem settar eru samræmdar reglur um þetta efni. 4. Fjórðungsþing fjallaði ítarlega um IX. kafla tillagnanna um sam- starf sveitarfélaganna. Þingið vill benda á, að um ára- tuga skeið hefur þróazt frjálst sam- starf sveitarfélaga á Vestfjörðum, „Fjórðungssamband Vestfirðinga", og hefur það samstarf skilað mark- verðum árangri, bæði félagslega og hagsmunalega, fyrir fjórðunginn í heild. Fjórðungsþingið telur þenn- an samstarfsvettvang æskilegasta grunninn undir lögbindingu og ný- breytni í samstarfi sveitarfélaga. Þingið leggur áherzlu á, að sam- vinna byggist á því meginatriði, að öll sjálfstæð sveitarfélög eigi aðild 226 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.