Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Side 9
SVEITARSTJÓRNARMÁL
✓
Avarp formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga
Hálf öld að baki
Mánudaginn 11. júní 1945 var stofnþing Sambands íslenskra sveit-
arfélaga sett í sal neðri deildar Alþingis. Tildrögin til þessa stofn-
þings voru þau að eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna, Jónas Guð-
mundsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði bæjarstjórnum
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar 25. janúar 1943 og mæltist til þess að
þær veldu sinn manninn hvor til þess að taka sæti í nefnd ásamt
honum með það fyrir augum að koma á sambandi milli sveitarfélaga
landsins til eflingar hagsmunamálum þeirra og ef verða mætti til þess
að auka skilning á gildi þeirra og þýðingu fyrir þjóðfélagið.
Urðu bæjarstjórnirnar við þessum tilmælum og kusu forseta sína,
þá Guðmund Ásbjörnsson og Björn Jóhannesson, til að taka sæti í
nefndinni. Nefndin tók til starfa í marsmánuði 1943 og starfaði síðan
næstu tvö árin með þeim árangri að 53 sveitarfélög gerðust stofn-
aðilar að Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Tíu árum síðar eða árið
1955 voru aðildarfélögin orðin 130, árið 1970 223 og frá 1972 hafa öll
sveitarfélög á Islandi átt beina aðild að sambandinu. í dag eru
sveitarfélögin 170.
Á stofnþinginu, sem stóð yfir í þrjá daga, var samþykkt frumvarp
til laga fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirbúnings-
nefndin hafði undirbúið, auk þess sem ýmis mikilvæg málefni, er
snertu hagsmunamál sveitarfélaganna, voru tekin til umfjöllunar,
m.a. tekjustofnar sveitarfélaga, endurskoðun sveitarstjórnarlaga,
fræðslumál, menningarmál, upphæð barnsmeðlaga og framtíðar-
tilhögun rafmagnsmála landsins.
Tað var gæfa sveitarfélaganna að Jónas Guðmundsson skyldi hafa
forgöngu um stofnun sambandsins. Hann hafði öðlast mikilsverða
reynslu sem forustumaður sveitarfélags á Norðfirði við erfiðar að-
stæður og kynntist síðan sem eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna
náið fjárhagserfiðleikum fjölmargra bæja og hreppa. Honum var því
vel ljós nauðsyn þess að sveitarfélögin ættu sér sameiginlegan mál-
svara gagnvart ríkinu og að þau mynduðu ein samtök en ekki tvenn
eins og gert hafði verið annars staðar á Norðurlöndum þar sem bæir
höfðu með sér sérsamband og hreppar annað landssamband. Kostir
hans og hæfileikar sem mannasættis við að ná samstöðu um það
7