Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Page 12
SVEITARSTJÓRNARMÁL
þarf að auka framleiðni og styrkja samkeppnisstöðu þjóðarinnar og í
því sambandi þarf að taka til endurskoðunar allan opinberan rekstur
og stjórnsýslu þ.á m. sveitarfélaganna. Til að örva frumkvæði fyrir-
tækja og einstaklinga verða bæði ríkisvald og ekki síst sveitarfélög að
skapa nauðsynlega umgjörð. Hlutverk ríkisins og sveitarfélaganna
þarf að vera sífellt til endurskoðunar og í tengslum við slíka endurskoð-
un þarf að vega og meta hvaða verkefni sé hægt að færa frá ríki til
sveitarfélaga, félagasamtaka eða einstaklinga, hvaða verkefni má færa
frá sveitarfélögum til félagasamtaka og einstaklinga.
Skilningur á því hve miklu hlutverki sveitarfélögin í heild gegna
í þjóðfélaginu hefur stöðugt vaxið. Sveitarstjórnarmenn og umbjóð-
endur þeirra, íbúarnir, ráða mestu um það hver styrkur sveitarfélag-
anna verður í framtíðinni. Meginforsenda sjálfstæðis þeirra er að
þau séu öflugar stjórnareiningar og fjárhagslega sjálfstæð. Það er
fyrst og fremst verkefni sveitarstjórnarmanna að auka enn frekar
sjálfstæði og sjálfsforræði sveitarfélaganna, því sterk og ábyrg sveit-
arfélög eru einn helsti hornsteinn lýðveldisins.
Hálf öld er að baki. í allan þann tíma hefur Samband íslenskra
sveitarfélaga verið helsti vettvangur sveitarstjórnarmanna til um-
ræðna og skoðanaskipta um hagsmuna- og framfaramál sveitarfélag-
anna í landinu. Saga sambandsins í 50 ár er því samofin sögu sveitar-
félaganna. Nýir og breyttir tíma krefjast breyttra vinnubragða. Sam-
band íslenskra sveitarfélaga hefur í störfum sínum reynt eftir megni að
taka tillit til breyttra þjóðlífshátta og þeirra auknu verkefna og ábyrgð-
ar sem fylgt hafa sífellt umfangsmeiri samfélagslegri þjónustu.
Á hálfrar aldar afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga færi ég
öllum þeim þúsundum sveitarstjórnarmanna og öðrum þeim, sem
komið hafa að málefnum sambandsins með einum eða öðrum hætti,
þakkir fyrir þeirra þýðingarmikla starf. Það hefur verið gæfa sam-
bandsins að í starfsliði þess hefur jafnan verið valinn maður í hverju
rúmi. Starfsfólkinu færi ég bestu þakkir fyrir frábær störf, fyrr og síðar.
Ég á þá ósk eina til handa Sambandi íslenskra sveitarfélaga að
starfi sambandsins megi áfram fylgja bjartsýni og áræði um ókomin
ár og minni á lokaorð fyrsta formanns sambandsins, Jónasar Guð-
mundssonar, við slit stofnþings Sambands íslenskra sveitarfélaga á
Þingvöllum 13. júní 1945 þar sem hann lýsti þeirri von sinni og ósk
„að Samband íslenskra sveitarfélaga mætti verða þýðingarmikil og
blessunarrík samtök fyrir þjóðfélagið“.
Vilhjálmur P. Vilhjálmsson
formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
10