Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Blaðsíða 29
SVEITARSTJÓRNARMÁL
ins, eftirlitsmanns sveitarfélaga, að Tjarnargötu 10 og síð-
ar að Túngötu 18. Á landsþinginu 1948 var samþykkt að
sambandið skyldi opna skrifstofu og ráða framkvæmda-
stjóra. Eiríkur Pálsson, sem verið hafði bæjarstjóri í Hafn-
arfirði, var ráðinn til verksins og tók sambandið til leigu
lítið herbergi hjá Búnaðarbankanum, Austurstræti. Þar
var aðsetur sambandsins til áramóta 1949-50, er flutt var í
rýmri húsakynni að Klapparstíg 26.
Enn á ný var flutt í húsakynni Búnaðarbankans 1953,
þar sem Bjargráðasjóður var einnig til húsa. Jónas for-
maður veitti honum forstöðu og þótti þetta hagkvæm ráð-
stöfun, ekki síst vegna þess að sambandið átti við fjárhags-
örðugleika að etja og Eiríkur framkvæmdastjóri hafði
verið ráðinn til starfa hjá félagsmálaráðuneytinu í ársbyrj-
un 1953.
Þetta er skýringin á því hvers vegna Samband íslenskra
sveitarfélaga var svo lengi til húsa hjá Búnaðarbankanum. Um ára-
mótin 1958-1959 fluttist skrifstofa sambandsins með Bjargráðasjóði í
húsnæði sem sjóðurinn hafði keypt að Laugavegi 105. Þar var höfuð-
bólið allt þar til flutt var í hin glæsilegu húsakynni sveitarfélaganna
við Háaleitisbraut 11-13 í nóvember 1981.
Jónas Guðmundsson,
frumkvöðull og fyrsti
formaður Sambands
fslenskra sveitarfélaga.
Útgáfustjórn 1947-49
Eins og annars staðar kemur fram í þessu riti hófu Sveitarstjórnar-
mál göngu sína árið 1941 og var Jónas Guðmundsson eigandi þeirra starfsnwður°n'
og útgefandi. Fékk hann nokkurn styrk til útgáfunnar frá félags- sambandsins.
málaráðuneytinu. 1944-45 hætti Jónas að vera útgefandi
og við tók skrifstofa eftirlitsmanns félagsmálaráðuneytis
og Jónas var áfram ritstjóri. 1. janúar 1947 varð svo að
samkomulagi að sambandið tæki yfir útgáfu og ritstjórn og
stjórn þess skipaði í marsmánuði 1947 í bráðabirgðaút-
gáfunefnd og ritstjórn eftirtalda menn: Jónas Guðmunds-
son skrifstofustjóra, Reykjavík, Ólaf B. Björnsson bæjar-
fulltrúa, Akranesi, Eirík Pálsson bæjarstjóra, Hafnarfirði,
Björn Guðmundsson kennara, Núpi, Karl Kristjánsson
oddvita, Húsavík. Þess nefnd annaðist ritstjórnina þar til
Eiríkur Pálsson var ráðinn ritstjóri 1949.
Fyrsti starfsmaðurinn
Fyrstu árin hafði Samband íslenskra sveitarfélaga eng-
um föstum starfsmanni á að skipa. Auðvitað var Jónas
27