Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Blaðsíða 31
SVEITARSTJÓRNARMÁL
formaður allt í öllu á fyrstu árunum, og sumir sögðu að hann væri
sambandið. En hann sinnti öllum þeim störfum í þágu sambandsins
til hliðar við starf sitt sem skrifstofustjóri í ráðuneytinu og umsvif
sambandsins kröfðust meiri verka. í frásögn Sveitarstjórnarmála af
ráðningu fyrsta starfsmannsins segir svo í 1. hefti 9. árgangs 1949:
„Hefir það mjög háð vexti sambandsins, að það hefir ekki haft
neinum starfsmanni á að skipa, en stjórnin og þá einkum formaður
sambandsins hefir orðið að gera í hjáverkum það, sem gert varð.
Öðru hverju orðið að fresta eða vanrækja framkvæmd þess, þó
ákveðin væri jafnvel af landsþinginu.
Þegar stjórn sambandsins fór að ræða mál þetta á s.l. sumri varð
henni það strax Ijóst að tæplega var annað ráðlegt en ráða mann,
sem að öllu leyti gæti gefið sig að þeim störfum, sem sambandið
hlaut að fela honum. Auglýsti stjórnin því starfann sem fullt starf og
ákvað laun í samræmi við það.
Um starfið sóttu 25 menn, en úr þeim hópi var stjórnin sammála
um að velja einn umsækjandann, Eirík Pálsson bæjarstjóra í Hafnar-
firði, sem ákveðið hafði að segja lausu starfi sínu þar.
Eiríkur Pálsson hefir hin síðari ár starfað eingöngu að sveitar-
stjórnarmálum sem bæjarstjóri í Hafnarfirði og þannig aflað sér
mikillar þekkingar og reynslu í þeim efnum. Hann er lögfræðingur
að menntun og reglusamur maður á öllum sviðum. Hann var því
tvímælalaust sá maðurinn í umsækjendahópnum, sem best uppfyllti
þau skilyrði, sem stjórnin setti, er hún auglýsti starfið. Má fullyrða
þetta án þess að rýrð sé með því kastað á nokkurn hinna umsækjend-
anna.“
Eitt af meginverkefnum hins nýja skrifstofustjóra var að annast
útgáfu Sveitarstjórnarmála og vera ritstjóri þeirra.
Þingvallafundur um fylkjaskipan
Helgina 10. og 11. september 1949 var haldinn Þingvallafundur um
stjórnarskrána og í framhaldi af þeim tillögum sem fram höfðu
komið á Austurlandi og Norðurlandi um fylki og fjórðunga. Fundar-
boðendur voru nefnd manna úr sýslunefnd Arnessýslu undir forystu
Páls Hallgrímssonar sýslumanns og nokkrir áhugamenn af Suður-
landi og úr Reykjavík.
Fundarstjórar voru þeir Bjarni Bjarnason, skólastjóri á Laugar-
vatni, Jónas Guðmundsson, skrifstofustjóri í Reykjavík, og Jón
Arnason, framkvæmdarstjóri, Akranesi, og fundarritarar Sólmund-
ur Einarsson, Reykjavík, og Siggeir Lárusson á Kirkjubæjarklaustri.
I ályktun fundarins var fallist á áður fram komnar hugmyndir um
fylkjaskipan í aðalatriðum og að halda skyldi sérstakt stjórnlagaþing
29