Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Side 45
SVEITARSTJÓRNARMÁL
L í r
.y' 'W* Bfc I iF* j j ,
1967. Landsþingið 1967 fjallaði um þennan nýja þátt í starfseminni
og gerði eftirfarandi samþykkt:
„Landsþingið leggur áherzlu á, að haldið verði áfram á sömu
braut og gert var á liðnu kjörtímabili, að efna til ráðstefna og funda
sveitarstjórnarmanna og sérhæfðra starfsmanna sveitarfélaga.
Jafnframt verði hafin skipuleg fræðsla í almennum sveitarstjórnar-
málum og sérmálum sveitarfélaganna, þar með talin námskeið fyrir
oddvita, bæjar- og sveitarstjóra, og verði í því sambandi leitað
samvinnu við Stjórnunarfélag íslands, Hagstofuna og félagsmála-
ráðuneytið.“
Stefnan var mörkuð og hefur henni verið fylgt síðan. Sambandið
hefur kappkostað að ráðstefnur, námskeið og fræðslufundir fjölluðu
um svo fjölbreytt efni sem kostur er, enda gefi þetta sem allra
flestum úr röðum þeirra manna, sem fást við sveitarstjórnarmál,
tilefni til þátttöku. í skýrslu til landsþings 1982 kom fram að samtals
hefði sambandið haldið 55 samkomur af fyrrnefndu tagi. Þátttak-
endur voru um 6000. Á tímabilinu 1982-94 voru haldnar ráðstefnur
um fráveitur og sorp, framleiðsluúrgang, spilliefni og flokkun úr-
gangs, atvinnumál og byggðamál, menningarmál á landsbyggðinni,
æskulýðsmál, varnir gegn vímuefnum, málefni leikskóla, ferðaþjón-
ustu fatlaðra, skipulags- og byggingarmál og grasvelli, en að auki tók
sambandið þátt í fundi Þroskahjálpar um þjónustu í heimabyggð og
þingi skólamanna.
Nokkrir sveitarstjórar á
ráðstefnu 1966:
Eyjólfur Þorkelsson,
Ólafur G. Einarsson,
Jón Ásgeirsson,
Hafsteinn
Hafsteinsson, Hilmar
Daníelsson,
Bergsveinn Breiðfjörð
Gíslason og Sigurður
Hjaltason.
Sveitarstjórnarmál
— Vigfús Sgurgeirsson.
43