Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Síða 51
SVEITARSTJÓRNARMÁL
,,3° f*to 'HO /17C /Uc /flc icc
Af hverju erum við ekki 300
þúsund?
Á öllum tímum reyna menn að gera sér
grein fyrir grunnstærðum til að hægt sé
að gera áætlanir um framkvæmdir og
fjármál langt fram í tímann. En slíkir út-
reikningar eru oftlega eyðilagðir með
óþekktum stærðum sem kollvarpa allri
reiknikúnst. Stríð og hörmungar eru
meðal þess sem eyðileggja slíka útreikn-
inga, en fleira getur komið til. Oft breyt-
ast forsendur þannig að línuritin verða
ómerk. Þannig voru t.d. mannfjöldaspár
sem gerðar voru á sjötta áratugnum með
útgangspunkti í frjósemi frá árinu 1950.
Og á meðfylgjandi línuriti sést hvernig
menn sáu fyrir sér þróunina fram að alda-
mótum. Samkvæmt þessu hefðu íslend-
ingar átt að vera orðnir 300 þúsund árið
1990. — Það var pillan sem kom og kollv-
arpaði öllum spám og útreikningum.
Var rétt að afnema ömtin?
Skipting landsins í ömt (1872-1905) hvíldi á fjórðungaskiptingunni fornu, en hún hafði ekki
verið tíðkuð um tæplega hálfrar aldar skeið þegar Samband íslenskra sveitarfélaga var stofnað.
Væntanlega á sú ákvörðun stofnenda sambandsins að miða við landsfjórðunga í kosningum til
fulltrúaráðs rætur að rekja til áhuga á stofnun landshlutasamtaka, sem var ríkur, sérstaklega á
Austur- og Norðurlandi á stríðsárunum síðari og fram yfir 1950.
Eystra stofnuðu menn til Fjórðungsþings Austfirðinga 1943 og nyrðra var stofnað til Fjórðungs-
sambands Norðlendinga 1945. Hvor tveggja samtökin fjölluðu um hagsmunamál fjórðunganna á
þingum sínum og gerðu samþykktir um þau.
Jónas Guðmundsson, frumkvöðullinn að stofnun sambandsins, var hlynntur hugmyndum um
landshlutasamtök og lét í útvarpserindi, sem hann síðar birti sem grein og nefndi „Var rétt að
afnema ömtin?“, í ljós miklar efasemdir um afnám þeirra. Jónas taldi fámennari sveitarfélög ekki
í stakk búin til að leggja í fjárfrekar framkvæmdir og þjónustu sem stærri sveitarfélög gætu staðið
fyrir. Úr þessu yrði ekki bætt með því að fela ríkisvaldinu stóraukinn hlut, því slíkt byði heim
hættunni á ofstjórn. Jónas lagði til að stofnuð yrðu fimm ömt og þeim falið að skipa mörgum þeim
málefnum sem þá voru að flestöllu leyti hjá ríkinu. Fjölmörg verkefni væru betur komin hjá
ömtunum, eins og framfærsla, vegamál innan amts, heilbrigðismál í amtinu, að meðtöldum
rekstri sjúkrahúsa, heilsuverndarstöðva og lyfjabúða, hafnamál og skólamál önnur en barna-
fræðsla. Stofna ætti amtssjóði fyrir hvert amt og þeim tryggðir tekjustofnar, m.a. með framlagi úr
ríkissjóði, sem þar með losnaði undan fjármögnun ýmissa verkefna. Ömtum skyldi stjórnað af
amtsþingum, amtsráðum og amtmönnum.
49