Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Qupperneq 52
SVEITARSTJÓRNARMÁL
1968. Stjórn og fulltrúaráö Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fremsta röð frá vinstri: Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri, Vigfús
Jónsson oddviti, Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri, Páll Líndal borgarlögmaður, formaður sambandsins, Ölvir Karlsson
oddviti, Magnús E. Guðjónsson framkvæmdastjóri. Miðröð: Unnar Stefánsson ritstjóri, séra Sigurður S. Haukdal oddviti,
Bjarni Þórðarson bæjarstjóri, Þórður Halldórsson oddviti, Stefán Friðbjarnarson bæjarstjóri, Karl Kristjánsson bæjar-
fulltrúi, Magnús H. Magnússon bæjarstjóri, Bjarni Guðbjörnsson bæjarfulltrúi. Aftasta röð: Egill Benediktsson oddviti,
Sigurður I. Sigurðsson oddviti, Hálfdán Sveinsson bæjarfulltrúi, Ásmundur B. Ólsen oddviti, Stefán Jónsson bæjarfulltrúi,
Jón Ásgeirsson sveitarstjóri, Guðmundur Vigfússon borgarfulltrúi, Kristinn Sigmundsson oddviti, Bjarni Einarsson bæjar-
stjóri, Sigurgeir Sigurðsson sveitarstjóri, Þorsteinn Hjálmarsson oddviti, Alexander Stefánsson oddviti.
Sveitarstjórnarmál — Vigfús Sigurgeirsson.
Fjölgun í fulltrúaráði
Kosning í fulltrúaráð eftir landsfjórðungum féll vel að hugmynd-
um Austfirðinga um fjórðungsstjórn og Jónasar formanns um endur-
reisn amtanna. Fram til ársins 1967 var kosið í fulltrúaráðið með
þessum hætti. Pá var gerð lagabreyting þess efnis að miða kosning-
una við kjördæmin eins og
þau voru ákveðin með
stjórnarskrárbreytingu
1959. Öll kjördæmin nema
Reykjavík kusu þrjá menn
og jafnmarga varamenn í
fulltrúaráð. Fulltrúar
Reykjavíkur voru fjórir og
jafnmargir menn til vara.
Samtals sátu því 25 menn í
fulltrúaráði eftir lagabreyt-
inguna 1967.
Árið 1986 var síðan lög-
tekið að sambandsstjórnar-
mennirnir níu skyldu einnig
eiga sæti í fulltrúaráði.
Fjölgaði þá fulltrúaráðs-
Tveir heiðursfélagar
Jónas Guðmundsson lét af formennsku hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga á landsþinginu 1967 og hafði þá verið í
stjórninni í 22 ár. Vottaði þingheimur Jónasi þakklæti sitt fyrir
frábær brautryðjendastörf með því að kjósa hann fyrsta heið-
ursfélaga sambandsins.
í hófi sem félagsmálaráðherra og borgarstjórn Reykjavíkur
héldu þingfulltrúum síðasta þingdag afhenti eftirmaður Jónas-
ar, Páll Líndal, lionum skrautritað skjal til staðfestingar á
samþykkt þingsins.
Þremur árum síðar, á landsþinginu 1970, var Karli Krist-
jánssyni alþingismanni, sem setið hafði í sveitarstjórn frá árinu
1921 og lengi verið í forystu sambandsins, afhent heiðursmerki
því til staðfestu að hann væri orðinn heiðursfélagi sambands-
ins. Karl var hrókur alls fagnaðar á mannamótum og lék sér að
því að setja saman vísur og kviðlinga á staðnum og stundinni.
50
J