Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Page 58
SVEITARSTJÓRNARMÁL
ins og var fyrsti fulltrúi þess Páll Líndal, síðar formaður sambands-
ins.
Á árunum í kringum 1970 lét sambandið sig skipulagsmál miklu
varða. Segja má að það hafi orðið eins konar bylting í umræðunni
um skipulagsmálin. Árið 1971 var haldin ráðstefna um skipulagsmál í
tilefni af 50 ára afmæli skipulagslaganna á árinu 1972. Ráðstefnan
vakti mikla eftirtekt og umræðu um skipulagmálin og gefin var út
sérstök handbók. Gerð var breyting á löggjöfinni í þá veru að
sveitarstjórnum var heimilað að banna röskun lands, ef hún var talin
geta haft í för með sér erfiðleika við framkvæmd skipulags eða
uppblástur lands. Öld umhverfisverndar var að renna upp.
Sveitarfélagabanki — lánasjóður
Á fulltrúaráðsfundi 1954 og á landsþinginu 1955 lýstu menn sig samþykka hugmynd um
sérstaka lánastofnun fyrir sveitarfélögin. Til bráðabirgða vildu menn efla Bjargráðasjóð í þessu
skyni, en umræðan hélt áfram næstu ár. Árið 1962 fól fulltrúaráðsfundur stjórninni að athuga fyrir
landsþingið 1963 hvort grundvöllur væri fyrir stofnun sérstaks sveitarfélagabanka. Tillaga um það
var lögð fyrir landsþingið 1963. En þegar Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra lét þess getið í
ávarpsorðum sínum til þingsins að hann hefði í hyggju að skipa nefnd sem gera skyldi tillögur um
hvernig lánsfjárþörf sveitarfélaga yrði best leyst var málið tekið út af dagskránni.
Nefndin skilaði ráðherra frumvarpi um stofnun Lánasjóðs sveitarfélaga og var það samþykkt á
Alþingi 1966. Tekjustofn sjóðsins skyldi vera ákveðið framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga auk
framlags úr ríkissjóði.
Fyrstu stjórn Lánasjóðsins 1967 skipuðu þeir Jónas G. Rafnar formaður, skipaður af ráðherra,
frá sambandinu voru þeir Jónas Guðmundsson, Gunnlaugur Pétursson, Magnús E. Guðjónsson
og Sigurður I. Sigurðsson.
Formenn hafa verið: Jónas G. Rafnar frá 1966-83, Sigurjón Pétursson frá 1983-87, Jón
Sveinsson frá 1987-91 og Freyr Ófeigsson frá 1991.
Almennir stjórnarmenn hafa verið:
Bjarni Einarsson 1971-73
Freyr Ófeigsson 1987-91
Guðmundur B. Jónsson 1979-83
Gunnlaugur Pétursson 1966-83
Jónas Guðmundsson 1966-70
Jón G. Tómasson 1983-
Kristján Magnússon 1991-
Logi Kristjánsson 1979-83
Magnús E. Guðjónsson 1966-70
Ólafur G. Einarsson 1971-79
Ólafur Kristjánsson 1991-
Sigríður Stefánsdóttir 1991-
Sigurður I. Sigurðsson 1966-70
Sigurgeir Sigurðsson 1987-91
Úlfar B. Thoroddsen 1987-91
Þórður Skúlason 1983-91
Ölvir Karlsson 1971-87.
56