Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Page 73
SVEITARSTJÓRNARMÁL
ar dagvistarheimila, tónlistarskóla og vatnsveitna sveitarfélaga og
landshafna. Sveitarfélögin skyldu og samkvæmt lögunum greiða
allan kostnað við byggingu grunnskóla sem var einn mikilvægasti
þáttur laganna. Jafnframt var lögunum um jöfnunarsjóð breytt
þannig að hann styddi hin vanmegnugri sveitarfélög til að leysa þessi
verkefni.
Sveitarfélögin skyldu líka kosta byggingu dvalarheimila og íbúða
fyrir aldraða og greiða kostnað vegna heimilishjálpar fyrir aldraða.
Ríkið skyldi greiða að fullu kostnað vegna rekstrar heilsugæslu-
Páll formaður messar
yfir sveitarstjórnar-
mönnum á ráðstefnu í
nóvember 1970.
Sveitarstjórnarmál
— Vigfús Sigurgeirsson.
Páll Líndal var f. 9. desember 1924 og dáinn 25. júlí 1993. Páll Líndal lauk lögfræðiprófi 1949,
starfaði á námsárum í ráðuneytunum, varð fulltrúi borgarstjóra 1949, skrifstofustjóri borgarstjóra
1956 og varaborgarritari, borgarlögmaður 1964—1977. Páll var árum saman í yfirkjörstjórn,
skipulagsstjórn ríkisins og formaður ótal nefnda og ráða á vegum borgarinnar. Hann vann ýmiss
konar lögfræðistörf 1977—86, var deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu 1986—90, ráðuneytisstjóri í
umhverfisráðuneyti frá stofnun þess 1990 og til dánardægurs. Páll var varaformaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga 1964—67 og formaður sambandsins frá 1967—78.
Páll Líndal var um margt óvenjulegur og ógleymanlegur maður. Á vettvangi sambandsins
aflaði hann sér trausts og vinsælda, var opinn fyrir nýjungum og næmur á nið tímans. Páll Líndal
var óvenju vel að sér í fjölmörgum fræðigreinum; lögfræði, sagnfræði, skipulagsmálum — og
mikill unnandi þjóðlegs fróðleiks. Eftir hann liggja vegleg rit á þessum sviðum. Páll Líndal var
tvígiftur. Fyrri kona hans var Guðrún Eva Úlfarsdóttir og áttu þau þrjú börn. Seinni kona Páls
var Guðrún Jónsdóttir arkitekt og formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur og áttu þau eitt
barn saman auk stjúpbarna.
71