Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Qupperneq 76
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Sveitarstjórnarmenn úr
Austur-Skaftafellssýslu
á landsþinginu 1982.
Brynjólfur Tryggvi
Árnason, sveitarstjóri
Nesjahrepps, Þorsteinn
Geirsson, oddviti
Bæjarhrepps, Björn
Kristjánsson,
sveitarstjóri
Hafnarhrepps, Birnir
Bjarnason, oddviti
Hafnarhrepps, séra
Fjalar Sigurjónsson
hreppsnefndarmaður,
Borgarhafnarhreppi,
Páll Helgason, oddviti
Mýrahrepps, Sigurður
Hjaltason
framkvæmdastjóri
Sambands
sveitarfélaga í
Austurlandskjördæmi,
og Þorsteinn
Jóhannesson, oddviti
Hofshrepps.
Sveitarstjórnarmál
— Gunnar G. Vigfússon.
Þjóðfélagsbreytingar og uppstokkun laga
Lög sem varða sveitarstjórnarmálefni hafa tekið margvíslegum
stakkaskiptum á hálfri öld. Slíkar breytingar haldast að einhverju
leyti í hendur við þær þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa á tímabil-
inu. Það er umhugsunarvert að á þessu skamma tímabili hefur
þjóðinni fjölgað meira en í nokkurn annan tíma, þéttbýlismyndun
hefur orðið hraðari en nokkurn óraði fyrir og fjölgun á ákveðnum
svæðum og gríðarleg fækkun á öðrum setur auðvitað mark sitt á
löggjöf og umræðu um sveitarstjórnarmál.
í þessu sambandi er forvitnilegt að benda á nokkrar tölur: Árið
gildi 1. janúar 1990 og
voru helstu nýmælin
þau að undanþágum frá
fasteignaskatti var
fækkað og aðstaða
sveitarfélaga til að afla
fjár með þeim skatti var
jöfnuð.
Jöfnunarsjóður missti
hlutdeild í söluskatti og
tollverðstekjum þegar
söluskattur var lagður
niður um áramótin
1989-1990. Nýr tekju-
stofn var tryggður,
1,4% af heildarskatt-
tekjum ríkissjóðs af
beinum og óbeinum sköttum. Hlutverk jöfnunarsjóðs breyttist, bein
framlög sem hlutfall af íbúafjölda lögðust af og einnig svonefnd
fólksfækkunarframlög. Eftir breytingu rennur fé sjóðsins aðallega til
fámennari sveitarfélaga og sveitarfélaga í dreifbýli, fyrir utan
bundnu framlögin (til landshlutasambanda o.fl.) og framlög til
kostnaðarsamra framkvæmda og til að greiða fyrir sameiningu sveit-
arfélaga.
Sveitarfélög sem ekki ná meðalskattheimtu í sínum viðmiðunar-
flokki fá mismuninn greiddan úr jöfnunarsjóði, enda hafi þau nýtt
tekjustofna eðlilega. Sveitarfélög með 200-3000 íbúa eiga rétt á
þjónustuframlagi. Fámennari sveitarfélög fá hærri þjónustuframlag
á íbúa en þau fjölmennari, enda er þjónusta talin dýrari í fámennari
en fjölmennum sveitarfélögum.
1945 voru Islendingar 130.356 talsins en 1. desember 1994 voru
74