Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Blaðsíða 77
SVEITARSTJÓRNARMÁL
íslendingar orðnir 266.786 talsins. íbúar höfuðborgarinnar voru
46.578 árið 1945 en voru 1. desember 1994 orðnir 103.036. Meðan
landsvæði á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, sem áður voru
blómlegar byggðir, hafa lagst í auðn hefur byggð í Eyjafirði eflst.
Árið 1945 voru íbúar Eyjafjarðar (frá og með Olafsfirði að Varðgjá
Albert Gudmundsson,
sem einn forseta
og með Grímsey) 11.529 en voru 1. desember 1994 20.184.
Á þessu stutta sögulega tímabili hefur orðið gjörbreyting í menn-
ingar- og félagslífi landsmanna. Kröfur um nýja þjónustu hafa komið
til sögunnar og fræðigreinar og þjónusta sem ekki áttu einu sinni
heiti fyrir hálfri öld eru ráðandi; þjóðfélagsfræði, félagsráðgjöf, sál-
fræðiráðgjöf, stuðningskennsla o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv.
Allt þetta segir að sjálfsögðu til sín á hverjum tíma með kröfum
um lagabreytingar og reglugerðir. Á stofnþinginu samþykktu menn
ályktun um nauðsyn á endurskoðun sveitarstjórnarlöggjafarinnar.
Málinu var hreyft af og til næstu árin, en það var ekki fyrr en 1958
sem Alþingi samþykkti að ríkisstjórn skipaði nefnd um endurskoð-
un. Hannibal Valdimarsson var þá félagsmálaráðherra og í maímán-
uði 1958 skipaði hann þá Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóra,
Tómas Jónsson borgarritara og varaformann sambandsins, Bjarna
Þórðarson bæjarstjóra, Björn Björnsson sýslumann og Jón Guðjóns-
son bæjarstjóra í nefnd um þetta efni. Út úr því starfi kom frumvarp
sem samþykkt var á þinginu 1962.
landsþingsins, sleit 12.
landsþinginu 1982 og
flutti starfsfólki þakklæti
fyrir mikla vinnu og bað
þingheim hylla það. Við
háborðið eru hinir
forsetar þingsins,
Alexander Stefánsson
og Jón G. Tómasson
sem var einnig
fráfarandi formaður —
og Haiigrímur Dalberg
ráðuneytisstjóri.
Starfsfólkið sem fékk
þakklæti þingheims:
Birgir Blöndal, Halldór
Jónsson, Bára
Eiríksdóttir, Jónína
Eggertsdóttir, Unnar
Stefánsson og Magnús
E. Guðjónsson.
Sveitarstjórnarmál.
75