Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Page 78
SVEITARSTJÓRNARMÁL
VI. Verkefnaskipti ríkis og sveitarfélaga
Verkaskiptingin — lögreglan
Eins og áður hefur komið fram var allt frá byrjun ákveðin tog-
streita um verkaskiptingu og hvor aðilinn, sveitarfélagið eða ríkis-
valdið, ætti að standa straum af kostnaði vegna hinna ýmsu þjón-
ustuþátta. Á árinu 1963 voru samþykkt frumvörp um vegamál og
löggæslu sem snertu þessi samskipti.
Landsþing sambandsins höfðu fram að þessum tíma krafist þess
að ríkissjóður tæki á sig að greiða allan kostnað vegna löggæslu. Með
nýju lögunum 1963 tók ríkissjóður að sér að greiða helming löggæslu-
kostnaðar í stað 1/6 hluta áður. Þetta átti m.a. við um kostnað vegna
löggæslu á skemmtunum og mannamótum. Auk þess var sveitar-
félögum með fleiri en 500 íbúa heimilað að ráða lögregluþjón en slík
heimild hafði áður verið bundin við 1000 íbúa.
Ríkið tók að sér að greiða allan kostnað vegna löggæslu 1972 og
tók við þeim tækjum og búnaði sem sveitarfélög höfðu lagt lög-
Mývetningar og gestir. íágústlok 1969 var haldinn aukafundur ífulltrúaráði sambandsins í Mývatnssveit um endurskoðun
verkefnaskiptingar milli ríkis og sveitarfélaga. Fundargestir við anddyri Hótel Reynihliðar talið frá vinstri: unnar stefánsson,
Hulda Karlsdóttir, Hulda Sigmundsdóttir, Jón E. Guðmundsson, Vigfús Jónsson, Stefán Jónsson, Stefán Friðbjarnarson, Nanna Björnsdóttir, Ölvir
Karlsson, Karl Kristjánsson, Egill Benediktsson, Sigurður Ingi Sigurðsson (aftan við Egil), Hjálmar Útafsson (fremst), Þorsteinn Hjálmarsson,
Hálfdán Sveinsson, Eva Úlfarsdóttir, Jón Ásgeirsson, Þórður Halldórsson, Hrefna Sveinsdóttir, Páll Líndal, Sigurður Þórisson, Hrólfur Ingólfsson,
Ásmundur B. Ólsen, Kristbjörg Stefánsdóttir, Magnús E. Guðjónsson, Ólafur G. Einarsson, Alexander Stefánsson, Helga Sigurðardóttir, Ásgrimur
Hartmannsson, séra Sigurður S. Haukdal. Kristinn Sigmundsson, Sigfinnur Sigurðsson og Magnús H. Magnússon.
Sveitarstjórnarmál.
:
76