Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Side 91
SVEITARSTJÓRNARMÁL
l t
@1 1
Wf
skyldi gerö gatna úr varanlegu efni í kaupstöðum og kauptúnum.
Landsþingið lýsti yfir ánægju sinni með þetta starf. Fulltrúar 9
kaupstaða stofnuðu síðan að landsþingi loknu sameignarfélag sem
skyldi kaupa og starfrækja malbikunarstöð í þessu skyni. Hendur
voru látnar standa fram úr ermum. Talsverð malbikunaralda gekk
yfir landið þegar á 7. áratugnum, en reis mun hærra síðar. Tilgangur
sameignarfélags sveitarfélaganna, Gatnagerðarinnar sf., var gerður
Stjórnarmenn í Malbiki
Upphaflega var tilgangurinn með stofnun Malbiks sá einn að sveitar-
félögin stofnuðu með sér félag í þeim tilgangi að kaupa og reka fullkomna
malbikunarstöð og tilheyrandi tæki til að annast varanlega gatnagerð í
kaupstöðum og kauptúnum landsins. Fyrri stofnfundur var haldinn 18.
ágúst 1959 en framhaldsstofnfundur 11. apríl 1960. Heimilisfang fyrirtækis-
ins var í Hafnarfirði. í fyrstu stjórn voru: Ásgeir Valdemarsson bæjar-
verkfræðingur, Akureyri, formaður, Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri,
Hafnarfirði, ritari, Daníel Ágústínusson bæjarstjóri, Akranesi, féhirðir,
og í varastjórn Jónas Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, og Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi, Kópavogi. Endurskoðendur
voru kjörnir Karl Kristjánsson alþingismaður, Húsavík, og Birgir Finns-
son alþingismaður, ísafirði, og til vara Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri í
Neskaupstað.
Gatnagerðarfélagið Malbik óx óðfluga og nafni þess var breytt í Gatna-
gerðina sf. 22. mars 1961.
Fylgst með útlagningu
olíumalar í Kópavogi
1966. Víða úti um
landið ýttu stjórnendur
fiskvinnslustöðva mjög
á eftir „svörtu
byltingunniþar sem
kröfur á Bandaríkja-
markaði um hreinlæti í
kringum matvæiaverk-
smiðjur fóru vaxandi.
Sambandið og sveitar-
stjórnarmenn ýttu mjög
á eftir samvinnu við
þetta stórverkefni.
Sveitarstjórnarmál
— Vigfús Sigurgeirsson.
89