Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Page 122
SVEITARSTJÓRNARMÁL
samþykkt á þinginu 1889, staðfest sem lög 1890, og fól í sér merkilegt
nýmæli. Kveðið var á um styrktarsjóði í sérhverju sveitarfélagi á
landinu. Sjóðirnir skyldu síðan ávaxtaðir í Söfnunarsjóði íslands. Öll
hjú á aldrinum 20-60 ára áttu að greiða í sjóðina bæði í hreppum og
kauptúnum. Árgjaldið var 30 aurar fyrir konur og karlmenn áttu að
gjalda eina krónu. Innheimta árgjalds fór fram á manntalsþingum á
vorin. Fyrstu árin áttu allar tekjur og vextir að bætast við höfuðstól-
inn en að tíu ára tímabili loknu átti að úthluta til heilsubilaðs fólks og
ellihrumra fátæklinga sem ekki þágu af sveit.
Tekjur sjóðanna reyndust of litlar til að gegna hlutverki sínu og
var almennur ellistyrkur lögleiddur árið 1909 þegar „frumvarp til
laga um eftirlaun hinnar íslensku þjóðar“ var samþykkt. Sjóðirnir
frá 1890 féllu inn í hina nýju sjóði sem stofnaðir voru í hverju
sveitarfélagi. Tekjustofn sjóðanna var framlag frá fólki á aldrinum
18-69 ára. Rétt á styrk áttu þeir sem náð höfðu 60 ára aldri og voru
ellihrumir og fátækir. Það er dálítið merkilegt að ellistyrkurinn náði
til mun yngra fólks á fyrstu áratugum aldarinnar en á seinni hluta
hennar.
Fleiri tryggingar voru teknar upp upp úr síðustu aldamótum, s.s.
um lífábyrgð fyrir sjómenn og síðar verkamenn. Sjúkrasamlög voru
sett á laggirnar sem frjáls samtök þeirra manna sem vildu tryggja sig
gegn tjóni af veikindum eða slysum.
Stjórn hinna vinnandi stétta, sem svo var nefnd, þ.e. ríkisstjórn
Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, sem tók við stjórnartaumum
1934, setti í stjórnarsáttmála að gengið yrði frá löggjöf um alþýðu-
tryggingar og endurbætur á framfærslulöggjöfinni. Haraldur Guð-
mundsson var þá atvinnumálaráðherra. Sett var á laggirnar nefnd til
að gera frumvörp um bæði málin og sátu í henni: Brynjólfur Stefáns-
son, Páll Hermannsson, Sigfús Sigurhjartarson, Þórður Eyjólfsson
og Jónas Guðmundsson. Reyndar mun Vilmundur Jónsson land-
læknir einnig hafa unnið að frumvarpssmíðinni.
í nýju lögunum var m.a. fjallað um elli- og örorkutryggingar og
atvinnuleysisbætur. í umræðum á Alþingi um málið kom m.a. fram
sú skoðun að sveitarfélög hefðu minna fjármagn tiltækt til að örva
atvinnulíf ef þau þyrftu að leggja fram fé til atvinnuleysistrygginga.
Stórhugur í miðri kreppu
Umræðurnar báru þess merki að heimskreppan mikla var í bak-
grunni og þess vegna lýstu margir áhyggjum sínum af fjármögnun-
inni. En það má einnig segja að samþykkt þessara mála beri vott um
ótrúlegan stórhug mitt í kreppunni. íslensk stjórnvöld bæði ríkis og
120