Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Page 130
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Akureyringar á
landsþinginu 1994.
Franz Árnason,
formaöur Sambands
íslenskra hitaveitna,
Gísli Bragi Hjartarson
bæjarfulltrúi, Jakob
Björnsson
bæjarstjóri, Freyr
Ófeigsson, formaður
Lánasjóðs
sveitarfélaga, og
Valgarður
Baldvinsson
bæjarritari.
Sveitarstjórnarmál.
kvaðst hafa fylgst með mér. Ég
hefði sem blaðamaður lagt mig
eftir fréttum af landsbyggðinni,
úr starfi bæja og hreppa — og
einhvern tíma hefði ég leitað
upplýsinga hjá Jónasi vegna
ályktunar á fundi hjá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga — sem
hann kvað sjaldgæft að frétta-
menn gerðu. Jónas þekkti á
hinn bóginn föður minn því að
þeir störfuðu saman í meiri-
hluta í bæjarstjórn Neskaup-
staðar á sínum tíma. Alls þessa
naut ég sennilega.
Það leið ekki á löngu að ég færi að aðstoða Jónas við að koma út
Sveitarstjórnarmálum, skrifa, safna auglýsingum og eiga samskipti
við prentsmiðju. Frá 15. mars til ársloka 1961 vann ég fyrir hádegið
hjá Bjargráðasjóði og síðdegis hjá sambandinu m.a. við tímaritið.
Frá ársbyrjun 1962 starfaði ég að hluta til hjá sambandinu og að hluta
til hjá Gatnagerðinni sf., sem sambandið sá um rekstur á, og frá 1.
febrúar 1963 starfaði ég eingöngu hjá sambandinu. Starf mitt var að
nokkru leyti við tímaritið en Jónas var ritstjóri þess. Á árinu 1965 var
ég skráður ritstjórnarfulltrúi og á árinu 1968 ritstjóri. Það var auðvit-
að lærdómsríkt að starfa með Jónasi. Hann hafði ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum og miðlaði mér óspart af reynslu sinni — á
mörgum góðum samverustundum í nærfellt tvo áratugi. Svo segir
mér hugur um að faðir minn hafi gefið mér gott ráð í væntanlegum
samskiptum við Jónas, að standa ekki uppi í hárinu á honum — eins
og sér, en ég hafði á menntaskólaárunum unnið á sumrin sem
trésmíðanemi hjá föður mínum. Það ráð hans reyndi ég að halda —
a.m.k. lengst framan af — og gafst vel.“
Rukkuðu inn fyrir laununum
— Voru umsvifín þegar þú komst til starfa hjá sambandinu nokk-
uð í líkingu við það sem síðar varð?
„Nei, þau voru það ekki. Starfið hafði verið lítið milli landsþinga
og fulltrúaráðsfunda fyrir utan útgáfu tímaritsins. Meðal fyrstu
ábyrgðarstarfa minna var að reyna að fá sveitarfélög til þess að
ganga í sambandið en þá voru um 70 sveitarfélög utan þess. Þá þurfti
að afla tímaritinu nýrra áskrifenda. Ég segi ekki hve margir þeir
voru þá. Á skrifstofu sambandsins var stúlka í hálfu starfi. Við
128