Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Page 137
SVEITARSTJÓRNARMÁL
—
Starfsfundur hjá stjórn
sambandsins: Unnar
Stefánsson, Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, Þórður
Skúlason, Sigrún
Magnúsdóttir og Ólafur
Kristjánsson. — Unnar
hefur í meira en þrjá
áratugi ritað
fundargerðir
stjórnarinnar, nýlega
var sú 600. í röðinni
skrifuð.
Sveitarstjórnarmál —
Gunnar G. Vigfússon.
sem fræðir og sýnir hvað er að gerast á hverjum tíma. Pað er heldur
ekki gott að skipuleggja alltof mikið. Einhverju sinni kom nýkjörinn
formaður sambandsins að máli við mig og spurði hvort ég hefði nógu
gott skipulag á hlutunum. Hvort ég þyrfti ekki að létta mér störfin
með því að búa til lista sem sýndi hvaða kápumyndir ég ráðgerði að
hafa næstu tvö árin eða svo. Ég setti á blað skrá yfir áætlaðar
kápumyndir allt kjörtímabilið, eða í 24 næstu tölublöð, og fullnægj-
andi rök fyrir því vali, þ.e. hvaða efni yrði tengt þeim. Það leist
honum vel á. Liðið er talsvert á annan áratug síðan þetta var. Listinn
er til, en í hann hef ég varla nartað ennþá. Tilfallandi efni, eins og
afmæli sveitarfélaga eða aðsendar greinar um tiltekin byggðarlög,
kalla, jafnan á kápumynd. En það er eins gott að ráðamenn hlutað-
eigandi sveitarfélaga komist ekki í þessa „áætlun“. En svona má ég
ekki tala frekar en um prentvillupúkann. Því hvernig færi ef greinar
hættu skyndilega að berast?
Síst af öllu má ég amast við aðsendu efni og sé litið á höfundatalið
í síðasta tölublaði hvers árgangs kemur á daginn að greinarhöfundar
hafa um árabil verið milli 50 og 60 á ári. Það kemur því að jafnaði
meira en einn höfundur á viku hverri með nýja grein í tímaritið.
Þetta er óskabyr. Það sýnir að margir líta á tímaritið sem heppilegan
miðil undir erindi sín við aðra. Ég vona að sveitarstjórnarmenn líti á
tímaritið í vaxandi mæli sem vettvang til umræðu og skoðanaskipta
um leið og það er, eins og stundum er sagt, málgagn og andlit
sambandsins og jafnframt sveitarfélaganna út á við til kynningar á
þeim og málefnum þeirra.“
135