Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Page 139
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Stjórn sambandsins hefur heimsótt alla landshluta á síðustu árum, haldið fundi og kynnt sér málefni viðkomandi byggðar.
Myndin er tekin 25. september 1992 er stjórnin hélt fund í Oddsskarði á leið sinni til Neskaupstaðar og mótmælti áformum
þáverandi ríkisstjórnar sem fram komu í frumvarpi til fjárlaga næsta árs, um að hætta að endurgreiða sveitarfélögum
virðisaukaskatt af sorphreinsun, snjómokstri og fleiru. Á myndinni eru talið frá vinstri: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ingvar
Viktorsson, Þórður Skúlason, Sigríður Stefánsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Jón G. Tómasson, Kristján Magnússon,
Ingvar Ingvarsson, Birgir L. Blöndal, Bryndís Brynjólfsdóttir og Birgir Þórðarson sem sagði stjórninni frá gangi mála í
sameiningarnefnd sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmái — Unnar Stefánsson.
Sambandið hefur því gefið út Sveitarstjórnarmál frá árinu 1947 að
telja en hafði þó samvinnu um útgáfuna við Tryggingastofnun ríkis-
ins á árunum 1956-1965. Samstarfið fólst í því að Tryggingastofnun
gat fengið birt efni í tímaritinu og skuldbatt sig til að kaupa 300
eintök af hverju eintaki,
m.a. ætlað umboðsmönn-
um stofnunarinnar um
landið. Og árið 1968 var
gert samkomulag við
Brunabótafélag íslands
hliðstæðs eðlis en í mun
minna mæli. Hefur það var-
að allt til þessa.
Tímaritið Sveitarstjórnar-
mál hefur verið sambands-
ins torg og samnefnari. Þar
hafa nýjungar verið kynnt-
ar, skoðanaskipti farið fram
og stöðugt upplýsinga-
streymi um hina ólíku þætti
sveitarstj órnarmála.
Frá fræðsluráðstefnu
sem haldin var 8.-10.
mars 1971.
Sveitarstjórnarmál
— Vigfús Sigurgeirsson.
137