Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Page 145
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Jón G. Tómasson,
formaöur
sambandsins, í
ræðustól á 12.
landsþinginu 1982 —
aðrir við háborðið eru
Aibert Guðmundsson
og Aiexander
Stefánsson sem báðir
voru sveitar-
stjórnarmenn um langt
árabil og Magnús E.
Guðjónsson
framkvæmdastjóri.
Sveitarstjórnarmál —
Gunnar G. Vigfússon.
Jón G. Tómasson formaður 1978-82
Jón G. Tómasson var formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978-1982. Hann er fæddur í
Reykjavík 7. desember 1931 sonur Sigríðar Thoroddsen og Tómasar Jónssonar borgarritara,
borgarlögmanns og varaformanns Sambands íslenskra sveitarfélaga á árunum 1950-63. Jón var
fulltrúi borgardómara 1958-60, sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps 1960-63, sveitarstjóri og lög-
reglustjóri í Bolungarvík 1963-66, skrifstofustjóri borgarstjórnar 1966-79, borgarlögmaður 1979-
82, borgarritari 1982-94 og ríkislögmaður frá 1994. Jón var á vettvangi sambandsins í stjórn frá
1963 til 1994, ýmist í aðal- eða varastjórn auk formennskutíðar sinnar. Hann er kvæntur Sigur-
laugu Jóhannesdóttur og eiga þau þrjú börn.
Nýkjörin stjórn
sambandsins 1978.
Talið frá vinstri:
Alexander Stefánsson,
Sigurjón Pétursson,
Sigurgeir Sigurðsson,
Jóhannes Björnsson
(varamaður fyrir
Jóhann G. Möller), Jón
G. Tómasson, Helgi
M. Bergs, Ölvir
Karlsson, Guðmundur
B. Jónsson og Logi
Kristjánsson.
Sveitarstjórnarmál —
Gunnar G. Vigfússon.
143