Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Blaðsíða 158
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Frá stjórnarfundi 1988.
Kristinn Jóhannsson,
Eiríkur Greipsson,
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, Freyr
Ófeigsson, Ölvir
Karlsson, Þórður
Skúlason, Ingibjörg
Pálmadóttir, Sigurgeir
Sigurðsson og Jón G.
Tómasson.
Sveitarstjómarmál.
Sambandið og sjóðirnir gerðu með sér samning 1967 um rekstur
skrifstofunnar. Samkvæmt honum voru allir starfsmenn að ritstjóra
Sveitarstjórnarmála undanskildum launaðir af Lánasjóði, en öðrum
reksturskostnaði var skipt jafnt á milli aðila. Samstarfssamningur
þessi var tekinn til endurskoðunar 1991. Samkvæmt hinu nýja skipu-
lagi unnu sjö menn við sameiginlegt skrifstofuhald haustið 1994:
Lórður Skúlason framkvæmdastjóri, Birgir L. Blöndal aðstoðar-
framkvæmdastjóri, Ásta Torfadóttir ritari, Jónína Eggertsdóttir
gjaldkeri, Bára M. Eiríksdóttir bókari, Ragnheiður Snorradóttir
ritari og Ingibjörg Hinriksdóttir skjalavörður. Þetta eru samtals 6,3
stöðugildi. Sérstakir starfsmenn sambandsins eru fjórir : Unnar Stef-
ánsson ritstjóri, Garðar Jónsson viðskiptafræðingur, Lúðvík Hjalti
Jónsson viðskiptafræðingur og Guðrún Hilmisdóttir verkfræðingur.
Samtals eru því rúmlega 10 stöðugildi á skrifstofunum.
Starfsmönnum á skrifstofunni hefur að sjálfsögðu fjölgað með
vaxandi umsvifum. Þeir voru sex haustið 1974, samtals 5 stöðugildi.
Sambandinu og sjóðunum hefur haldist vel á starfsfólki, aðeins einn
maður hefur horfið úr starfi undanfarin 15 ár utan þeirra sem hafa
farið á eftirlaun eða kvatt þennan heim.
Hagdeild sambandsins var sett á laggirnar árið 1980 og hefur síðan
annast útreikninga á ýmsum þáttum varðandi umsýslu og fjárhag
sveitarfélaganna ár hvert. Hagdeildin hefur séð um útgáfu Árbókar
sveitarfélaga frá og með árinu 1985.
Tölvunotkun fór sívaxandi í sveitarfélögum á áttunda áratugnum.
156