Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Page 161
SVEITARSTJÓRNARMÁL
til þess að samskiptamiðstöðin var aðskilin frá öðrum rekstri sam-
bandsins, nafninu var breytt og heitið Tölvuþjónusta sveitarfélaga
tekið upp. Garðar Sigurgeirsson viðskiptafræðingur, starfsmaður
sambandsins, vann við samskiptamiðstöðina allt til ársins 1984, en
þá var Logi Kristjánsson ráðinn forstöðumaður.
Þjónustuaðilum hefur fjölgað og nálguðust þeir óðum töluna 200
sumarið 1994. Sveitarfélög eru aðilar að samstarfinu innan Tölvu-
þjónustunnar að eigin ósk. Allmörg sveitarfélög, sem í öndverðu
völdu að fara eigin leiðir í tölvumálum, hafa síðan horfið til sam-
starfs við Tölvuþjónustuna og skipt út eldri kerfum. Tölvuþjónustan
veitir Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Lánasjóði sveitarfélaga og
Bjargráðasjóði þjónustu, en starfar ekki á almennum markaði. Fast-
ir starfsmenn Tölvuþjónustunnar voru vorið 1995: Logi Kristjáns-
son, Emil Blöndal og Valur Þórarinsson.
Sigurgeir Sigurðsson,
formaður
sambandsins, í
ræðustól á
landsþinginu 1990, en
þeir Viihjáimur Þ.
Vilhjálmsson og Birglr
Blöndal aðstoðar-
framkvæmdastjóri sitja
við háborðið.
Sveitarstjórnarmál —
Gunnar G. Vigfússon.
Sigurgeir formaður 1987-90
Sigurgeir Sigurðsson var formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga 1987-1990. Hann er fæddur
14. desember 1934, sonur Sigurðar P. Jónssonar kaupmanns og Ingibjargar Eiríksdóttur. Hann
var ráðinn sveitarstjóri í Seltjarnarneshreppi frá 1. janúar 1965 og hefur verið hæstráðandi þar
síðan eða í þrjátíu ár. Líklega hefur enginn annar skipað svo valdamikla stöðu í bæjarfélagi á
Islandi jafn lengi og Sigurgeir. Hann hefur lengi verið forystumaður í Sambandi íslenskra
sveitarfélaga — var í aðalstjórn 1978 til 1987 er hann varð formaður eins og áður sagði.
159