Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Síða 194
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Sveitarstjórn, samtök sveitarfélaga eða þingfulltrúi, sem óskar að
tiltekið málefni verði lagt fyrir landsþingið, skal senda stjórn sam-
bandsins tillögur sínar þar um eigi síðar en 2 vikum fyrir fund.
Heimilt er þó að leggja mál fyrir landsþing ef 2/3 viðstaddra fundar-
manna samþykkja
9. gr.
í upphafi landsþings skal kosin 9 manna kjörnefnd til að gera
tillögur um skipun fulltrúaráðs, endurskoðenda og 9 manna stjórnar
úr hópi fulltrúaráðsmanna, þar af um formann sérstaklega, sem
landsþing kýs, sbr. 10. gr
10. gr.
Á landsþingi skal kjósa eftirtalda menn að fengnum tillögum
kjörnefndar, sbr. 9. gr.: 45 menn í fulltrúaráð, sbr. 11. gr., 9 menn í
stjórn sambandsins, sbr. 9. gr., og 2 endurskoðendur. Jafnmargir
varamenn skulu kosnir
Formaður skal kosinn sérstaklega. Að öðru leyti skiptir stjórnin
með sér verkum
Tiltekinn varamaður skal kjörinn fyrir hvern aðalmann. Vara-
maður tekur sæti aðalmanns, sem lætur af starfi, sbr. 5. mgr. þessar-
ar gr., eða forfallast um stundarsakir
Kjörtímabil ofangreindra aðila er frá kosningu uns kosning fer
fram á næsta landsþingi
Nú lætur maður, sem kjörinn hefur verið aðalmaður eða varamað-
ur á landsþing og í fulltrúaráð, af starfi hjá því sveitarfélagi sem hann
starfaði fyrir þegar kosning fór fram og fellur þá niður umboð hans
Ákvæði þetta tekur ekki til framangreindra aðila sem missa um-
boð sitt við reglulegar sveitarstjórnarkosningar. Umboð þeirra fellur
niður er landsþing hefur kosið nýtt fulltrúaráð og nýja stjórn
Missi stjórnarmaður umboð sitt, sbr. 5. mgr. 10. gr., tekur vara-
maður sæti hans. Fulltrúaráðið skal á næsta fundi sínum kjósa mann
í hans stað. Missi varamaður í stjórn umboð sitt, sbr. 5. mgr. 10. gr.,
skal fulltrúaráðið á næsta fundi sínum kjósa mann í hans stað
11. gr.
í fulltrúaráði eiga sæti 45 menn, kjörnir á landsþingi þannig:
Úr Vesturlandskjördæmi
Úr Vestfjarðakjördæmi
Úr Norðurlandskjördæmi vestra
Úr Norðurlandskjördæmi eystra
Úr Austurlandskjördæmi
5 fulltrúar
5 fulltrúar
5 fulltrúar
5 fulltrúar
5 fulltrúar
192