Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 6
Fréttir Virkar samstarfsnefndir sveitarfélaga og lögreglu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga, og Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf lögreglu og sveitarstjórna. Markmiðið með viljayfirlýsingunni er að tryggja gott samstarf lögreglu og undir- stofnana sveitarfélaga, vinna sameiginlega að fækkun afbrota og slysa og beita sér fyrir öruggara samfélagi og velferð barna og ungmenna, meðal annars með forvörn- um í víðtækum skilningi. Þá er einnig markmið samstarfsins að styrkja hverfis- og grenndarlöggæslu og efla samstarf lög- regiu og íbúa, stofnana, samtaka og fyrir- tækja á hverjum stað. Gert er ráð fyrir að virkar samstarfsnefndir verði í öllum lögregluumdæmum landsins Haraldur johannessen ríkislögreglustjóri og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaöur Sambands ís■ lenskra sveitarfélaga, innsigla viljayfirlýsinguna meö handabandi. þar sem upplýsingum verði miðlað, óskir og þarfir ræddar, og sjónarmið lögreglu og sveitarstjórna samræmd um framkvæmd mála og verkefna eftir því sem við á í hverju lögregluumdæmi. í viljayfirlýsing- unni er ákvæði um samráðshóp ríkislög- reglustjóra og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni lögreglu og sveit- arfélaga og verður samráðshópurinn skip- aður á næstunni. Stefnt er að því að kynna betur starfsemi lögreglunnar, auka tengsl lögreglu og almennings og að efla þetta samstarf í samræmi við 12. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Þrjár verðlaunatillögur um miðbæ Egilsstaða Tjarnarbraut Á Egilsstööum. Kosið um sameiningu sveitarfélaga á Héraði Arkitektastofan Arkís hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag miðbæjarsvæðisins á Egilsstöðum. Vegna mikillar uppbyggingar á Héraði og vegna aðstæðna í miðbæ Egilsstaða ákvað bæj- arstjórn Austur-Héraðs að efna til sam- keppni um framtíðarskipulag þessa mikil- væga svæðis í hjarta bæjarins. Megininntak hugmynda bæjarstjórnarinn- ar var að mynda samfellt þjónustusvæði í miðbænum en hann er nú skorinn í tvo hluta af þjóðveginum frá Lagarfljótsbrú í áttina að Fagradal til Fjarðabyggðar. Höf- undar verðlaunatillögu Arkís eru Aldís M. Norðfjörð, Elín G. Gunnlaugsdóttir og Jó- hann Sigurðsson. Bæjarstjórn Austur-Hér- aðs veitti þrenn verðlaun fyrir tillögur f hugmyndasamkeppninni. Önnur verðlaun féllu í hlut ASK arkitekta og Gunnars Arn- ar Sigurðssonar arkitekts og þriðju verð- laun hlutu Björn Kristleifsson arkitekt, Óli Metúsalemsson verkfræðingur og Kristleif- ur Björnsson myndlistarmaður. Auk þess að veita þrenn verðlaun ákvað dómnefnd að keyptar yrðu þrjár tillögur og að einni tillögu yrði veitt umsögnin athyglisverð tillaga. Kosið verður um sameiningu sveitarfé- laganna Austur-Héraðs, Norður-Héraðs, Fljótsdalshrepps og Fellahrepps samhliða forsetakosningunum í júnf. Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi sameiningar þessara sveit- arfélaga og sérstök samstarfsnefnd sveit- arfélaganna fjögurra verið að störfum, sem meðal annars hefur unnið að gerð tillagna og málefnaskrár vegna samein- ingarinnar. Nú hefur verið ákveðið að efna til kosninga um sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga. Ef sameiningin verður samþykkt í öllum sveitarfélögun- um verður til sveitarfélag á Fljótsdalshér- aði með um þrjú þúsund íbúum. Austur- Hérað er fjölmennast þessara sveitarfé- laga, með 2.140 íbúa, um 470 manns búa í Fellahreppi, um 320 á Norður-Hér- aði og um 90 manns f Fljótsdalshreppi. 6

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.