Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 18
Hveragerðisbær byggðina til austurs ofan þjóðvegarins í stað þess að fara með hluta hennar niður fyrir veginn, sem kallað hefði á dýr sam- göngumannvirki auk tvískipts bæjarfélags til frambúðar." Ósáttur við endurgreiðslu Á sama tíma hefur verið unnið að lausn fráveitumála en mjög aðkallandi var að koma þeim í viðunandi horf. Búið er að leysa þau mál á farsælan hátt með byggingu hreinsistöðvar en vissulega með tilheyrandi kostnaði. „Við viljum kynna okkur sem græn- an, fallegan og umhverfisvænan bæ," segir Orri, „en gerum okkur líka grein fyrir því að því fylgir mik- ill kostnaður, einkum vegna þess að Hveragerðisbær liggur inni í landi og viðtakar frárennslis því ekki eins öflugir og úthafið. Við höfum bent á að við erum ekki fyllilega sátt við endurgreiðsluna frá ríkisvaldinu vegna byggingar frárennslismann- virkjanna vegna þess að hún tekur ekkert tillit til aðstæðna í sveitarfé- lögunum hverju fyrir sig en þær eru mjög mismunandi frá einu til ann- ars. Sérstaklega eftir því hvar þau eru staðsett og hverjir viðtakar frá- rennslisins eru. Okkar lausn í frá- veitumálum er margfalt dýrari en víða annars staðar og hefur hún reynst ekki stærra bæjarfélagi en okkur þung í skauti fjárhagslega. Þá er með ólík- indum hversu ríkisvaldið tekur sér langan tíma í að endurgreiða þennan kostnað, en við höfum þurft að bíða í vel á annað ár eftir endurgreiðslu úr fráveitu- sjóði og setið uppi með dýra skammtímafjármögnun á með- an." við plássi. „Við fórum þó ekki út í nýbygg- ingu í bráðina en tókum á leigu gömlu mjólkurstöðina, sem stendur nánast á skólalóðinni, og fengum þannig þrjár mjög góðar kennslustofur fyrir yngstu nemendurna. En miðað við sambærilega íbúafjölgun á næstu árum og verið hefur er Ijóst að við verðum að ráðast í frekari skólabyggingar innan tíðar." Nú er unnið að byggingu nýs leikskóla í Hveragerðis- Á leikskólalóð undir kirkjuvegg í Hveragerði. bæ sem verður afhentur 1. júní. „Þessi leikskóli kemur til með að fullnægja þörf- inni eins og hún er í dag og vinna upp þá biðlista sem nú eru fyrir hendi. En hann gerir ekkert mikið meira en það og því „Við höfum þurft að bíða í vel á annað ár eftir endurgreiðslu úr fráveitusjóði og setið uppi með Skóli í gömlu mjólkur- stöðinni Einsetning grunnskólans kallaði á fram- kvæmdir hjá Hveragerðisbæ eins og mörgum öðrum sveitarfélögum. Um var að ræða talsvert stóra viðbyggingu sem reist var sumarið 2002. Orri segir það rými sprungið og þegar hafi orðið að bæta dýra skammtímafjármögnun á meðan." munu bæjaryfirvöld þurfa að huga að frekari framkvæmdum á því sviði haldi bæjarbúum áfram að fjölga." Lánsöm í tekjuaukningu „Við erum lánsöm að því leyti að tekjur bæjarfélagsins hafa vaxið hratt frá ári til árs og sú þróun gerir okkur kleift að gera áætlanir sem standast og mögulegt er að vinna eftir," segir Orri og bendir á að það hljóti að vera erfið staða fyrir sveitarstjórn- armenn að standa frammi fyrir margvísleg- um en nauðsynlegum framkvæmdum sem útheimta fjárfestingar en horfa jafnframt á tekjur dragast saman á milli ára sem því miður gerist víða. „Það eru ekki eingöngu þau sveitarfélög sem eru í vexti sem þurfa að framkvæma. Hin sveitarfélögin þurfa einnig að sinna ýmsum verkefnum án þess að spurt sé um hvort tekjurnar séu að vaxa eða dragast saman." Vænlegur verslunarkjarni Trúlega er óskastaða flestra ef ekki allra sveitarfélaga sú að fram- kvæmdamenn sæki til þeirra um aðstöðu til fjárfestinga. Orri bendir á að Hvergerðingar séu heppnir að því leyti því nú sé risastórt verkefni að fara af stað í bænum. Um er að ræða byggingu 3.000 fermetra verslunarmiðstöðvar við þjóðveg- inn. Hann segir að þótt framkvæmd hennar sé algjörlega í höndum einkafyrirtækja komi sveitarfélagið að málum með því að leigja hluta húsnæðisins. Áformað sé að bæjar- skrifstofurnar flytji þar inn og bæj- aryfirvöld hafi einnig lagst á árina með þessu verkefni og reynt að tala fyrir því sem víðast. Þarna verður vænlegur versl- unarkjarni með fyrstu lágvöruverðsversl- uninni f Hveragerði ásamt margvíslegri þjónustu fyrir Hvergerðinga og einnig þá sem leið eiga um svæðið. „Það er gaman að geta sagt frá því að nú þegar er allt verslunarrými upppant- að í húsinu og þá ekki síst í Ijósi þess að nokkurra efa- semda gætti þegar við fórum af stað með þetta verkefni því talið var að offramboð væri af verslunarhúsnæði hér á landi. Verslunarmiðstöðin eykur þjónustustigið í bænum og hún bætir samkeppnisaðstöðu Hvergerðinga á allan hátt." 18

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.