Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 26
Forvarnir Stefnumótun sveitarfélaga nauðsynleg Mikilvægt er talið að bæjarfélög sameinist um forvarnastarf og að það hefjist með markvissum hætti þegar á leikskólastigi. Landsfundur Vertu til! verkefnisins var haldinn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fyrir skömmu undir yfirskriftinni „stefnu- mótun sveitarfélaga í forvarnamálum: markmið og leiðir." Vertu til! er samstarfs- verkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Áfengis- og vímuvarnaráðs og Lýðheilsu- stöðvar. Markmið þess er að efla forvarnir sveitarfélaga í þessum málaflokki og er verkefnið til þriggja ára; hófst 2003 og lýkur 2005. Tiltekin markmið um árangur eru byggð inn í verkefnið en megininntak þess er fólgið í ráðgjöf um skipulag og framkvæmd forvarnastarfs gagnvart ungu fólki ásamt því að safna saman upplýsing- um um forvarnastarf í landinu. Starfshópar og samstarf Upphaf verkefnisins fólst í almennri kynn- ingu þess og um mitt þetta ár er áformað að Ijúka ráðgjöf í þeim sveitarfélögum landsins sem skemmra eða skammt eru á veg komin með mótun forvarnastefnu og haldin verða erindi auk þess sem fulltrú- um sveitarfélaga mun bjóðast að kynna stöðu mála í heimabyggð sinni, ræða um hvar skórinn kreppir og hvaða leiðir séu færar að markmiðum verkefnisins en alls er áætlað að halda þrjár landsráðstefnur á vegum verkefnisins. Bæjarfélög sameinist um forvarnastarf Hugmyndafræði verkefnisins byggir meðal annars á kenningum Harvey Milkmans, prófessors í sálfræði við háskóla í Denver í Bandaríkjunum, um vellíðan án vímu- efna en Milkman telur meðal annars að hægt sé að kenna unglingum að finna það „sæluástand", sem þeir sækjast eftir með neyslu vímuefna, á annan hátt og þá án þeirra. Hann telur einnig mikilvægt að bæjarfélög sameinist um mikilvægi for- varnastarfs og að það hefjist með mark- vissum hætti strax á forskólastigi eða f leikskóla. gerð áætlana. Verkefnisstjórar Vertu til! hafa að undanförnu heimsótt sveitarfélög og fært þeim upplýsingar um stefnumótun og framkvæmd þeirra í forvarnamálum. Gert er áð fyrir að um næstu áramót verði búið að mynda náið samstarf við forvarna- fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem hafa slíka fulltrúa og einnig að koma á fót starfs- © VERTU TIL! hópum sveitarfélaga innan tiltekinna svæða. Harvey Milkman telur meðal annars að hægt sé að kenna unglingum að finna það „sæluástand", sem þeir sækjast eftir með neyslu vímuefna, á annan hátt og þá án þeirra. Stefnumótun, samstarf og stjórn forvarnafulltrúa Markmið landsfundarins í Garðabæ var þríþætt; að veita aðstoð við stefnumótun forvarna innan sveitarfélaga, að tengja saman forvarnastarf þeirra á landsvísu og að stofna samtök um forvarnir á landsvísu auk þess að skipa stjórn forvarnafulltrúa. Ætlunin er að þessi stjórn starfi í nánu samstarfi við verkefnið og verkefnisstjór- ana. Einnig er áætlað að efna til sérstakrar ráðstefnu um forvarnamál í sveitarfélögum ekki síðar en í byrjun næsta árs þar sem Sigríður Hulda jónsdóttir og Svandís Nína Jónsdóttir verkefnisstjórar Vertu til! i# >-'■//*<. 26 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.