Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 29
Minkasían er byggð inn í steinrör og er soöin saman úr járnteinum og hún er lögð í vatn undir yíirborð, minkurinn syndir ótilneyddur inn, finnur ekki leiðina út og drukknar strax. Silungsárnar verða hins vegar mest fyrir tjóni að hausti og á vetri. Minkurinn hrekur silunginn af hrygningar- slóð að hausti og dundar sér svo við veiðar vetrarlangt. Ekki er vitað um brottkast í afla hans frekar en annarra. Það er vel vitað að hann kann sér ekki alltaf hóf við veiðarnar og dæmi eru um tveggja og þriggja punda bleikjur og einnig er dæmi um tíu punda lax. Innilegusilungur fær hvergi frið. Er vor- ar fer allur sjógöngusilungur til sjávar en vitanlega ekki sá sem var drepinn fyrir brottför. Margar smærri ár eru illa leiknar og næstum ónýtar. Nýr veiðibúnaður Fyrir tveimur árum hófst undirbúningur að tilraunum með búnað sem kallast Minka- síur og eru ætlaðar til nota í ár, læki, lænur og vötn. Minkasían er byggð inn í steinrör og er soðin saman úr járnteinum og hún er lögð í vatn undir yfirborð, minkurinn synd- ir ótilneyddur inn, finnur ekki leiðina út og drukknar strax. Ekki er vitað til þess að því fylgi nokkur sársauki. Engar aðrar aðferðir eru mannúðlegri. Tilraunirnar hafa gefið ágætan árangur og tekin hafa verið 90 dýr úr síunum. Minkasíurnar eru nú tilbúnar til hreinsunar hvar sem er á land- inu. Og er unnt að gera samninga með ýmsu móti en lágmarksaf- hending er 10 síur, það lágmark er meðal annars sett til þess að leggja áherslu á hreinsunarhlutverk minkasíunnar. Hagsmunaaðil- ar eru hvattir til þess að sameinast um aðgerðir á hverju svæði, við tiltekna á eða stöðuvatn, eða eftir hvaða forsendum sem henta þykir. Aðalkostur síanna er að við ófrosið vatn geta þær virkað allt árið og tekið nokkra minka þó þeirra sé ekki vitjað nema sjaldan. Umhverfisstofnun veitti á liðnu ári leyfi til þess að minkasíur væru notaðar til veiða. Það er ekkert óvenjulegt að minkar og veiðimenn hafi átt sama veiðistað í hyljum ánna og stundum samtímis og hefur þá verið til lítils að benda þeim skottlipra á þann einkarétt sem veiðimað- ur hafi keypt sér í þessum hyl á þessum tíma. Silungar flýja veiði- svæði minksins og verða hans vegna trekktir og tregir. Minkar valda margvíslegum og varanlegum skaða í ánum auk þess sem hér er nefnt. Misjafn kostnaður sveitarfélaga Það er augljós ávinningur fyrir menn og náttúru ef hægt yrði að koma í veg fyrir þann skaða. Nú hafa minkaveiðar á liðnum 50 árum verið í umsjá og á vegum sveitarfélaga. Fámennustu sveitar- félögin hafa borið af villidýraveiðum mikinn kostnað, 4-9 þúsund krónur á hvern íbúa. Stærstu sveitarfélögin hafa litlu kostað til þessara mála. Margir bændur og minkaveiðimenn hafa lagt fram mikla vinnu án launa og einnig akstur sem nemur þúsundum kílómetra. Sum- ir ánægjunnar vegna en einnig margir vegna hagsmuna og enn aðrir til þess að vernda íslenska náttúru. Brýnt er að breyta fyrir- komulagi við minkaveiðar þannig að kostnaðurinn liggi jafnt á öllum landsmönnum og er það ótvírætt réttlátara. Mörgum sveit- arfélögum er kostnaðurinn með öllu ofviða, einnig er Ijóst að sum sveitarfélög hafa hlaupist undan merkjum, önnur gert út á sýndarmennsku, en enn önnur viðhaft ýtrustu aðgerðir. Umhverfisstofnun væri vel fallin til að taka við hlutverki þessu. Eitt er þó víst, að rétt eins og það má telja að víða á landinu hafi sveitarfélögum mistekist að koma í veg fyrir tjón af völdum minka, þá mun það einnig verða svipað þó Umhverfisstofnun fái hlutverkið ef ekki næst víðtækt samstarf milli allra hagsmuna- aðila. Margs konar samstarf Samstarf hagsmunaaðila þýðir ekki bara peninga, það getur þýtt eftirlit og vöktun, skráningu og tilkynningar og fleira. Slíkt getur legið í orlofs- og helgarferðum almennings, það getur legið í veru veiðimanna við ár og ýmsum athöfnum bænda og annarra. Hags- munaaðilar við veiðiár eru ekki bara landeigendur, heldur einnig leigutakar og veiðimenn og jafnvel fleiri aðilar. Þess hefur mjög gætt á liðnum árum að allir þessir aðilar létu sig engu varða um minkinn í ánum og létu það eitt nægja að segja að sveitarfélög væru skyldug til þess að sjá um minkavinnslu. Umhverfisstofnun kynni að verða fyrir sömu afstöðu og standa f sömu sporum með vandamálið. Það er að vísu alveg Ijóst að veiðimenn liðinna ára voru með kúgun bundnir smánarkjörum. SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is ---- 29

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.