Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 22
Viðtal mánaðarins Ásókn í að flytja hingað Þröstur Karlsson segir ásókn í að flytja í Mosfellsbæinn en vegna smæðar og einnig takmarkaðra tekjustofna sveitarfélaga ráði sveitarfélagið ekki við nema um 4% fjölgun á ári. Þröstur Karlsson, bæjarfulItrúi í Mos- fellsbæ, er Skagamaður en fluttist til Reykjavíkur eftir tvítugt. Hann bjó þar um skeið en segir að hugur sinn hafi fljótt stefnttil Mosfellssveitar. Hann kveðst hafa kynnst samfélaginu og ver- ið þar með annan fótinn fram til 1982 að fjölskyldan fluttist þangað. Þröstur hafði því búið um tólf ára skeið í Mos- fellsbæ þegar hann var fenginn til þess að hefja afskipti af sveitarstjórnarmál- um, var beðinn um að leiða bæjar- málaframboð B-listans fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 1994. „Framboð mitt átti sér skamman aðdraganda. Það kom fyrst til umræðu í febrúar en síðan var kosið á hefðbundnum tíma í maí. Ég hugsaði mig aðeins um en ákvað síðan að hella mér út í þetta af fullum krafti." Var ekki sáttur „Ein ástæða þess að ég ákvað að slá til var sú að ég var ekki sáttur við hvernig bæjarmálin höfðu þróast. Mérfannst lítill uppgangur hafa átt sér stað í bæj- arfélaginu og bæjarfulltrúana skorta ákveðna framtíðarsýn." Þegar Þröstur kom að bæjarmálum í Mosfellsbæ höfðu B- og G-listar unnið saman um tíma að bæjarmálum og starfað í minnihluta. í aðdraganda kosninganna 1994 ákváðu að- standendur B-listans hins vegar að draga sig út úr samstarfinu og bjóða fram sérstakan lista sem fékk tvo menn kjörna. G-listinn, sem einnig stóð að sjálfstæðu framboði, fékk aðra tvo bæjarfulltrúa og mynduðu þessi öfl meirihluta í framhaldi kosn- inganna sem hélst fram til kosninganna 2002 að sjálfstæðismenn náðu aftur meirihluta í bæjarfélaginu. Um 50% fjölgun á tíunda áratugnum Þröstur segir að hinn nýi meirihluti, sem myndaður var vorið 1994 hafi strax lagt mikla áherslu á að hefja upp- byggingu í bænum. Margt hafi því drifið á dagana og hann nefnir stækkun og lagfæringu gamla grunnskólans að Varmá, byggingu nýs skóla í vesturhluta Mosfellsbæjar og að byggð hafi verið ný íþróttamiðstöð sem dæmi um framkvæmdir er ráðist hafi verið í. Þröstur segir mestu breytingarnar þó felast í þeim vexti sem orðið hafi í bæjarfélaginu. íbúum hafi fjölgað um allt að 50% á tfunda áratugnum, úr um fjögur þúsund í um sex þúsund og með tilkomu miðbæjar og nýrra íbúðarhverfa hafi bærinn smám saman fengið annað yfirbragð. Þröstur segir að Mosfellsbær sé eitt þeirra svæða þar sem hvað mest upp- bygging hafi orðið á undanförnum árum. „Ég tel að þetta stafi annars vegar af því hversu ríkur Mosfellsbær er af framboði af nýju húsnæði, en einnig vegna þess að fjölmennara samfélag og þar með sterkari bæjarbragur hafi vak- ið áhuga fólks á að flytjast hingað." Sveit í borg Bæjarbúar hafa sterka tilfinningu fyrir bænum sem sérstöku samfélagi að mati Þrastar. „Þetta er ekki bara sveit eins og í árdaga og Mosfellsbær er heldur ekki bara svefnbær frá Reykja- vík. Bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1987 og á undanförnum árum hefur þjónustan verið að byggjast upp með þeim hætti að um mjög sjálfstætt samfélag er að ræða." Þröstur segir að ef til vill megi kalla Mosfellsbæ „sveit í borg". Byggðin sé við borgarmörkin en einnig stutt í náttúruna og útiveruna og annað sem þeim kostum fylgi. Of litlir fjármunir til sveitarfélaganna Þótt íbúafjölgunin og uppbyggingin sé ánægjuleg bendir Þröstur á að hún kosti ákveðna fjármuni sem minni sveitarfélög séu ekki nægilega vel búin til þess að reiða fram. „Rekstrarafgangur sveit- arfélaganna er of lítill og þau þurfa meira fé til að nota í upp- byggingu og vinna að framtíðarplönum. Nánast öll útgjöld eru bundin í lögum og sveitarfélögin hafa ekki úr miklu að moða utan þess ramma. Meirihluti tekna sveit- arfélaga fer í rekstur skóla, til reksturs félagsþjónustu og ann- arra lögbundinna verkefna og því eru litlir fjármunir eftir. Rekstur sveitarfélaganna er því miður mjög erfiður í dag því að of litlir fjármunir eru ætlaðir til þess að anna þeim verkefnum sem nauðsynleg eru og lögbundin," segir Þröstur og bætir við að ná- lægð íbúanna við sveitarstjórnarstigið þýði oft að gerðar séu Þröstur Karlsson, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir aö ef til vill megi kalla Mosfellsbæ „sveit í borg". „Rekstur sveitarfélaganna er því miður mjög erfið- ur í dag því að of litlir fjármunir eru ætlaðir til þess að anna þeim verkefnum sem nauðsynleg eru og lögbundin." tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.