Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2004, Blaðsíða 17
Cötumynd úr gamla bænum í Hveragerði. íbúðar- og gróðurhús á víxl. Nú er búið að útrýma malargötun- um í bæjarfélaginu. Hveragerðisbæ og hefur fjölgað um á fjórða hundrað á síðastliðnum áratug. „Fjölgunin kallar á framkvæmdir og sam- fara þessari fólksfjölgun hafa miklar fram- kvæmdir átt sér stað á vegum sveitarfé- lagsins. Að sjálfsögðu hafa þær orðið með tilheyrandi skuldasöfnun en menn líta svo á að verið sé að fjárfesta til framtíðar," segir Orri. Gatnakerf ið til nútímans Eitt af stærri verkefnum Hvera- gerðisbæjar hefur verið að færa gatnakerfið til nútímans. Bærinn er eitt af síðustu sveit- arfélögum landsins til þess að Ijúka við að klæða malargöturnar að sögn Orra en mikið hefur verið unnið að gatna- gerð að undanförnu. Henni er þó engan veginn lokið því framundan er skipulagn- ing á nýjum íbúðareitum á nokkrum stöð- um í bænum og einnig á nýju byggingar- landi austan bæjarins sem áður tilheyrði Sveitarfélaginu Ölfusi. „Á liðnum vetri náðist samkomulag við sveitar- stjórnina í Ölfusinu um að Hveragerðisbær fengi um 80 hektara landsspildu austan Varmár. Nú eru hátt í 100 íbúðaeiningar í byggingu og þeim á vonandi eftir að fjölga verulega þegar nýja byggingar- landið verður tekið í notkun. Með því hafa skapast möguleikar til þess að teygja „Ekki yrði einfalt mál að skipta með sér stjórn- sýsluverkefnum og þá má líka deila um hvort 3.500 manna eining sé sú kjörstærð sem menn leita eftir með sameiningu." Kaffivelarnar sem auðvelda þer lifið I afitesse Merrild kaffikerfi býður heildarlausn fyrir fyrirtæki, veitingahús og stofnanir í kaffiþjónustu Cafitesse-kerfiö býður viðskiptavinum upp á 3 leiðir til að notkun henti sem flestum, þ.e.a.s. kaup, leiga eða vél lánuð. DANIEL OLAFSSON EHF. SKÚTUVOGUR 3 • 104 REYKJAVÍK • SÍMI: 580 6600 • FAX: 580 6666 Netfang: gardarOdanol.is • Heimasiða: www.danol.is Cafitesse-kerfið Með því að nýta sérstaka kosti Cafitesse-vélarinnar, kaffisins og hvernig það er pakkað er fljótlegt að laga fínasta gæðakaffi. Notkun vélarinnar er auðveld og viðhald er í lágmarki. Þannig er unnt að bera fram mikið magn af nýlöguðu úrvalskaffi með því að þrýsta á hnapp, á öllum tímum sólarhringsins. Engar óhreinar kaffisíur sem þarf að hreinsa, enginn kaffikorgur sem þarf að fleygja. Hvort sem þörf er á 2 bollum eða 200 á klukkustund hefur aldrei verið auðveldara að bjóða hágæðakaffi. Gæði og magn • Nýlagað Merrild kaffi í háum gæðaflokki • Bolli af nýlöguðu kaffi á 2 sekúndum og kanna á 10 sekúndum • Sérlega auðveld í meðförum • Ekkert fer til spillis • Sáralítil þrif og viðhald • Einkar örugg í rekstri • Sérstakur krani fyrir tevatn • Yfirsýn og eftirlit með kostnaði

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.