Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 8
Fréttir Rúmlega 4.200 fengu launahækkun Reykjavíkurborg greiddi yfir 4.200 starfsmönnum alls um 600 millj- ónir króna eða um 140 þúsund krónur að meðaltali á starfsmann þann 1. desember sl. Þessar greiðslur eru tilkomnar vegna starfsmats sem nær til um 400 starfsheita og yfir 4.200 starfs- manna. í kjarasamningi á milli Reykja- víkurborgar og borgarstarfsmanna frá því í byrjun árs 2001 er kveðið á um að nýtt starfsmatskerfi taki gildi þann 1. desember 2002. Vinna við starfsmatið reyndist WdCbss !|'dl|íUP'!| r \=- hins vegar mun umfangsmeiri en gert hafði verið ráð fyrir og því var það fyrst nú, tveimur árum síðar, sem að þessi hluti kjarasamnings- ins kom til framkvæmda. Markmið- ið með hinu nýja starfsmati er að greidd verði sömu laun fyrir sömu vinnu og jafnverðmæt störf hjá öll- um stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar. Þær greiðslur sem inntar voru af hendi nú, tvö ár aftur í tímann, eru vegna þess tíma sem tók að Ijúka vinnu við hið nýja starfsmat umfram það sem áætlað var í upphafi. Foreldrar eru bestir í forvörnum! Auglýsingaborðar eru á strætisvögnum Akureyrar með áletrunum „Mamma er mín fyrir- mynd, foreldrar eru bestir í forvörnum" og „Pabbi er mín fyrirmynd, foreldrar eru bestir í forvörnum". Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarkaupstaðar vill með þessum skilaboðum vekja foreldra til umhugsunar um að þeir eru fyrirmynd barna sinna. „Þau skilaboð sem börn og unglingar meðtaka á degi hverjum í gegnum daglegt líf vega þungt í uppeldislegu til- liti. Það að vera góð fyrirmynd þýðir að þú þarft að sýna þá hegðun sem þú vilt að barn þitt og unglingur temji sér. Fái börn og ungmenni t.d. þau skilaboð frá foreldrum sínum að neysla áfengis eða annarra fíkniefna sé í lagi aukast líkur á að þau neyti þessara efna líka! Foreldrar þurfa að horfast í augu við það að það er hluti af foreldrahlutverkinu að vera fyrirmynd," segir m.a. í frétt frá Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarkaupstaðar um þetta átak. \ Císli Gístason, bæjarstjóri á Akranesi. Hafnasambandsþing: Gísli formaður Císli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, var kjörinn formaður Hafnasambands sveitarfélaga á Hafnasambandsþingi 29. október sl. Gísli tekur við for- mennskunni af Árna Þór Sigurðssyni, formanni borgarráðs Reykjavíkurborg- ar, sem baðst undan endurkjöri. Aðrir í stjórn Hafnasambands sveit- arfélaga eru: Árni Þór Sigurðsson Reykjavík, Björn Magnússon Akureyri, Ólafur M. Kristinsson Vestmannaeyj- um, Björg Ágústsdóttir Grundarfjarð- arbæ, Steinþór Pétursson Austurbyggð og Skúli Þórðarson Húnaþingi vestra. 8 TÖLVUMIÐLUN H-LaUII www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.