Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 16
Litið um öxl Myndi velja þennan vettvang á ný Unnar Stefánsson er fyrsti fasti starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann átti 45 ára starf að baki er hann lét af störfum fyrr á þessu ári. Hann segist myndi velja sér sambærilegan starfsvett- vang væri hann að koma á vinnumarkaðinn nú. Unnar Stefánsson hefur starfað lengur en nokkur annar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hann kom til sambandsins að loknu námi í viðskiptafræði árið 1959 en lét af störfum er hann náði sjötugsaldri fyrr á þessu ári. Unnar hefur sinnt mörg- um viðfangsefnum f starfi sambandsins á þeim 45 árum sem hann var þar innan- búðar en kunnastur er hann trúlega fyrir störf sín fyrir tímaritið Sveitarstjórnarmál, sem hann sá um í 40 ár. Unnar lítur nú um öxl með sínu gamla tímariti. Víða staðkunnugur Þegar Unnar er inntur eftir því hvað hafi dregið hann að sveitarstjórnarmálum hugsar hann sig aðeins um en segir síðan að hann hafi verið eins og klæðskera- saumaður í þetta hlutverk, til að starfa á vettvangi sveitarstjórnarmála. Unnar er fæddur í Neskaupstað og hafði faðir hans átt sæti í fyrstu bæjar- stjórninni þar. Hann fluttist með fjölskyldu sinni til Hveragerðis og fylgdist með þorp- inu vaxa úr því að vera fáein hús í þorp með nokkur hundruð íbúa. Allt þurfti að byggja frá grunni. Fólk kom úr öllum landshlutum og settist að við jarðhitann í Hveragerði. Síðan lá leið Unnars í Menntaskólann að Laugarvatni og var hann í hópi fyrstu stúdentanna sem skól- inn brautskráði fyrir réttum 50 árum. „Nemendur komu víða að og oft var metist um kosti og galla heimabyggð- anna," segir Unnar. „Þegar ég hóf nám við Háskóla íslands bjó ég á Gamla-Garði og landsmálaumræðan hélt áfram. Þessi kynni af ungu fólki vfða frá komu sér vel þegar ég kom til starfa hjá sambandinu og þurfti að setja mig inn í aðstæður á hinum ýmsu stöðum. Mér fannst ég vera eins og heimamaður í hverju byggðarlagi." Snemma félagsmálaáhugi Félagsmálaáhuginn fylgdi Unnari eins og skuggi. Hann tók þátt í stúdentapólitíkinni á háskólaárunum, átti speti í stúdentaráði og var fulltrúi stúdenta í Æskulýðssam- bandi íslands. Á vegum þessara aðila og sambandsins sótti hann 10 daga námskeið um Evrópumál í Þýskalandi og alþjóðlega ráðstefnu í Róm um málefni Evrópusam- bandsins. Unnar segir að Evrópumálin hafi alla tíð verið sér hugleikin og raunar heimsmálin sem slík. Á námsárunum sótti hann í Noregi sex vikna félagsmálanám- skeið og kynntist þá m.a. byggðavanda Norðmanna og Norður-Noregsáætluninni. Tíu árum síðar kom hann á ný til Noregs og kynnti sér árangur hennar. Byggða- stefna Norðmanna var að hluta til fólgin í eflingu sveitarfélaganna. Þeir höfðu þá fækkað sveitarfélögunum úr 744 í 466 á einu bretti. Einnig sótti Unnar í Stokkhólmi þing Alþjóðasambands sveitarfélaga þar sem rædd var sameining sveitarfélaga í hinum ýmsu aðildarríkjum þess. Síðar sótti hann í nokkur skipti sveitarstjórnarþing Evrópu- ráðsins og fundi í byggðamálanefnd þings- ins. Á sjöunda áratugnum tók Unnar öðru hverju sæti sem varamaður á Alþingi. Hann sótti m.a. Allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna árið 1969 og sat þá í nefnd sem fjallaði um þróunarmál. Þessi kynni af þróun mála erlendis telur Unnar hafa orð- ið sér áttavísun í starfinu hjá sambandinu. Á milli herbergja í hádeginu Kom aldrei annað til greina í huga Unnars en að starfa við sveitarstjórnarmál? „Ég starfaði við blaðamennsku með námi á sumrum og skrifaði m.a. lands- málafréttir. Ég held að Jónas Guðmunds- son, sem hafði stofnað Samband íslenskra sveitarfélaga, hafi fylgst með þeim skrifum og þau haft áhrif á að hann vildi fá mig til sambandsins. Ég starfaði raunar í fyrstu að hálfu hjá Bjargráðasjóði til þess að gera upp við bændur svokölluð óþurrkalán og að hálfu hjá sambandinu. Ég hljóp á milli herbergja í hádeginu til að byrja með." Það leið þó ekki á löngu uns Unnar fór Framkvæmdanefnd sameiningarnefndar sveitarféiaga 1966-1970. Tatiö írá vinstri: Páll Lfndal, Hjálmar Vilhjálmsson og Unnar. Mynd: Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirssonar Frá norrænni sveitarstjórnarráöstefnu á Laugarvatni. í ræöustóli er Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Sitjandi eru Páll Lfndal, Unnar og Cylfi Þ. Gfslason, sem flutti erindi á ráöstefnunni. <%> 16

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.