Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 23
ingu á almenningssamgöngur í þvf sam- bandi. Viljayfirlýsingin frá 17. september Halldór sagði að með viIjayfirlýsingu frá 17. september sl. hafi starf tekjustofna- nefndarinnar raunverulega farið af stað að nýju. Ákveðið hafi verið að halda áfram að skoða kosti þess að færa verkefni frá ríkinu til sveitarfélaganna. Einnig hafi ver- ið ákveðið að leggja mat á fjárhagsleg áhrif tillagna um breytta verkaskiptingu og taka afstöðu til mismunandi leiða til að tryggja sveitarfélögunum nægilegt fjár- magn til að sinna nýjum verkefnum. Nýr farvegur Halldór sagði að fyrir fund tekjustofna- nefndarinnar 24. nóvember sl. hafi verið ákveðið að móta viðræðunum nýjan far- veg þar sem fulltrúar sveitarfélaganna töldu að aðilar gætu verið sammála um í 30 mínútna aksturslengd Sameiningarnefnd miðar við að sveitarfélög spanni ekki stærri svæði en svo að þau geti myndað heildstæð samfélög þannig að þéttbýli og sveitir umhverfis þau séu í sama sveitarfélagi. verkefninu og meðvitaða um mikilvægi þess að efla sveitarstjórnarstigið. í 30 mínútna aksturslengd Helga fjallaði síðan um tillögur samein- ingarnefndarinnar og sagði grunn þeirra að mynduð verði heildstæð þjónustu- og atvinnusvæði út frá sókn íbúanna til at- vinnu og þjónustu. Að jafnaði verði miðað við að sveitarfélög nái ekki yfir stærri landsvæði en svo að 90 af hundraði ibú- anna verði innan 30 mínútna akstursvega- lengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Einnig sé miðað við að ný sveitarfélög spanni ekki stærri svæði en svo að þau geti myndað heildstæð samfé- lög þannig að þéttbýli og sveitir umhverfis þau séu í sama sveitarfélagi og samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Helga sagði einnig að miðað væri við að öll sveitarfélög geti staðið faglega að stjórn- sýslu og ráðið sér frarhkvæmdastjóra. Þau geti einnig staðið faglega að félagsþjón- ustu, meðal annars með því að ráða til sín félagsráðgjafa auk verkefna á sviði heil- brigðisþjónustu og þjónustu við fatlaða. „Frumkvæðið að átakinu um eflingu sveit- arstjórnastigsins kom frá sveitarstjórnar- mönnum. Sveitarstjórnarstigið hefur á hinn bóginn ekki svigrúm til eflingar að óbreyttu. Hvað þá að taka við nýjum verkefnum," sagði Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar og fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í sameiningarnefndinni, á landsþingi sam- bandsins á dögunum. Ragnhildur formaður Helga kynnti störf nefndarinnar á lands- þinginu, en hún var skipuð fyrir réttu ári og var Guðjón Bragason, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, formaður en Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri tók við formennskunni á liðnu hausti er Guðjón tók við formennsku í tekjustofna- nefnd. Helga Halldórsdóttir, Elfn Líndal og Smári Geirsson eiga sæti í sameiningar- nefndinni af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Góð viðbrögð Helga sagði að höfuðáhersla hafi verið Helga Halldórsdóttir. lögð á mikið og gott samráð við sveitar- stjórnarmenn um land allt. Alls hafi verið haldnir 17 samráðsfundir vítt um landið þar sem mætt hafi um 350 sveitarstjórnar- menn auk framkvæmdastjóra sveitarfé- laga. Mjög góð viðbrögð hafi verið við hugmyndum nefndarinnar auk þess sem landshlutasamtökin hafi veitt mikla aðstoð við öflun upplýsinga. Helga kvað sveitar- stjórnarmenn almennt jákvæða gagnvart ■ Fyrirkomulag úthlutunar 400 m.kr. aukafjárveitingarinnar ■ Að skoðað verði hvort draga megi úr útgjöldum sveitarfélaga ■ Að skoðaður verði rekstur sveitarfélaga og metið hvort og hvaða sveitarfélög þurfi á auknum tekjum að halda ■ Að skoðaður verði vandi sveitarfélaga vegna félagslegs íbúðarhúsnæðis ■ Að skoðað verði hvort rýmka beri núverandi heimildir til nýtingar tekjustofna ■ Að skoðað verði hvort möguleiki sé á nýjum tekjustofnum ■ Að skoða fækkun undanbáaa frá fasteianaskatti Atriði sem fulltrúar sveitarfélaga í tekjustofnanefndinni töldu að aðilargætu verið sammála um á fundi nefndarinnar 24. nóvember sl. ákveðin grundvallaratriði. Halldór sagði að á fundinum hafi fulltrúar ríkisins tekið undir að sátt væri um mörg þeirra atriða sem fjallað hafi verið um en ítrekuðu að skoða bæri breytingar á tekjustofnum út frá 3. tölulið viljayfirlýsingarinnar frá 17. september sl. Hann sagði að nú væri gert ráð fyrir að endanlegar tillögur tekju- stofnanefndarinnar verði kynntar með hæfilegum fyrirvara fyrir atkvæðagreiðsl- una um sameiningu sveitarfélaga í apríl 2QQJ hreppi, Bjarni Þór jónsson, framkvæmdastjóri SSNV, og Arsæll Cuðmundsson, sveitarstjóri í Sveitarfélag- inu Skagafirði, hlýða á umræður á landsþingi. Jóhann Cuðmundsson, oddviti í Holti í Svínavatns- TOLVUMIÐLUN SFS wwvv.tm.is 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.