Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 20
Landsþing Enginn verkefnaflutningur án sáttar um tíma og fé Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir Ijóst að enginn verkefnaflutningur muni eiga sér stað frá ríki til sveitarfélaga nema að sátt náist á milli aðila um framkvæmd þess, bæði tímaramma og fjár- magn. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í ræðu á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í lok nóvember að leita yrði leiða til að hemja útgjaldaaukningu sveit- arstjórnarstigsins rétt eins og ríkissjóðs. Rfkisstjórnin hafi sett sér markmið um að auka útgjöld ekki meira en sem nemi 2% að raungildi á ári. Sveitarstjórnarstigið verði að setja sér sambærilegt markmið og fylgja því eftir með aðgerðum. Hann sagði að á undanförnum árum hafi heildartekjur sveitarfélaganna vaxið mun hraðar en tekjur ríkissjóðs. Sama eigi við um út- gjöldin og því sé ekki ólíklegt að einhver hluti af rekstrarvanda sveitarfélaganna liggi í útgjaldaþenslu. Sveitarfélögin verði því einnig að líta í eigin barm þegar rætt er um bága fjárhagsstöðu þeirra og kanna hvað valdi því að útgjöld þeirra vaxi hrað- ar en tekjur. Hann sagði að ekki væri hægt að endurskoða tekjustofna sveitarfé- laga á nokkurra ára fresti og bæta við nokkrum milljörðum króna í hvert sinn. Ríki og sveitarfélög verði að eiga reglulegt samráð í gagnsæjum farvegi. Það sé sam- eiginlegt hagsmunamál þeirra. Enginn verkefnaflutningur án sáttar um tíma og fé Árni varði verulegum hluta ræðutíma síns f að fjalla um átak félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Hann rakti verkáætlun verkefnisins í gróf- um dráttum og sagði m.a. að ýmsar hugmyndir um ný verk- efni hafi komið fram á fund- um með landshlutasamtökum sem verkefnastjórnin hafi unn- ið úr áður en hún lagði sínar tillögur fram. Einkum hafi verið rætt um flutning vel- ferðarverkefna frá ríki til sveitarfélaga í samræmi við þá reynslu sem fengist hafi af reynslusveitarfélagaverkefninu. Árni sagði að gangi allar tillögur um verkefna- flutning eftir muni hlutdeild sveitarfélag- Árni Magnússon félagsmálaráðherra á 18. lands- þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. anna í samneyslunni aukast úr rúmum 30% í um 40%. Hann sagði þó Ijóst að enginn verkefnaflutningur myndi eiga sér stað nema að sátt náist á milli aðila um framkvæmd þessa verkefnis, tímaramma og fjármagn. Bág fjárahagsstaða stundum byggðavandi Árni gerði störf tekjustofnanefndar síðan að umtalsefni og sagði m.a. „Eins og þið þekkið kom upp ágreiningur um verksvið tekjustofnanefndar í vor. Má rekja þann ágreining til þess misskilnings að það væri hlutverk nefndarinnar að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga í heild sinni. Eins og ég hef komið inn á var það ekki sér- stakt verkefni tekjustofnanefndar, hvorki samkvæmt ályktun landsþings sambands- ins né erindisbréfi nefndarinnar." Hann „Efling sveitarstjórnarstigsins er sameiginlegt hagsmunamál allra landsmanna." kvaðst harma hversu mikill tími hafi tapast vegna þessa ágreinings en því beri þó að fagna að fulltrúar í nefndinni hafa unnið af mjög miklum krafti undanfarin misseri og sýnt jákvæðan vilja til að vinna að framgangi málsins. „Tekjustofnanefnd vinnur nú af fullum krafti eftir nokkurt hlé á grundvelli viljayfirlýsingar sem undirrit- uð var þann 17. september sfðastliðinn. Þar eru menn sammála um að taka á grundvallaratriðum málsins. í yfirlýsing- unni segir meðal annars að tekjustofna- nefndin skuli skoða sérstaklega þau sveit- arfélög og svæði sem standa höllum fæti fjárhagslega, meta ástæður fyrir þeim vanda og gera tillögur sem leitt geta til úr- bóta." Árni sagði að í þessu fælist viður- kenning á því að sveitarfélögin í landinu standi misjafnlega að vígi fjárhagslega og rétt sé að fram fari skoðun á vanda þeirra sveitarfélaga. Sameiginlegt hagsmunamál í lok ræðu sinnar sagði Árni að efling sveitarstjórnarstigsins væri sameiginlegt hagsmunamál allra landsmanna. Sveitarfé- lögin hafi átt frumkvæði að þessari vinnu vegna þess að þau sjái sér f hag í því að efla sveitarstjórnarstigið með sameiningu sveitarfélaga. Ávinningur sameiningar sé öllum Ijós og nægi að benda á reynsluna úr Fjarðabyggð og Borgarbyggð, þar sem atvinnulífið og í raun samfélagið í heild hafi tekið stakkaskiptum í kjöl- far sameiningar sveitarfélag- anna. „Eitt mitt fyrsta verk sem _______ félagsmálaráðherra var að taka undir samþykktir sveitarstjórn- armanna og hefja þessa vinnu. Við, það er ríki og sveitarfélög í samein- ingu, höfum lagt mikla vinnu og metnað í þetta verkefni sem hefur að stærstum hluta gengið vel og í samræmi við upp- haflegar áætlanir og markmið," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra. <%> 20

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.