Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2004, Blaðsíða 19
Á æskuslóðum. Viö hátíðahöld í Hverageröi 17. júní. Unnar og Ingibjörg Sigmundsdóttir, þáverandi forseti bæjarstjórnar Hverageröis. Nokkrar ráðstefnur að auki voru haldnar í samstarfi við aðra. „í Fræðslumiðstöð sveitarfélaganna, sem var á 4. hæðinni á Háaleitisbraut 11, voru á tímabili haldin fjölmörg námskeið fyrir starfsfólk og trún- aðarmenn sveitarfélaga á hinum ýmsu sviðum. Sambandið átti aðild að norræn- um sveitarstjórnarnámskeiðum og ráð- stefnum. Þar á meðal voru tvö norræn námskeið haldin á Laugarvatni á árunum 1972 og 1977 sem sambandið sá um." Svo tóku við norrænar sveitarstjórnar- ráðstefnur og átti Unnar sæti í undirbún- ingsnefnd þeirra af hálfu sambandsins til ársins 2000. Ein slík ráðstefna var haldin í Reykjavík 1994. Um árabil heimsóttu sambandið sveitarstjórnarmenn frá Vestur- Þýskalandi og öðru hverju komu hópar norrænna sveitarstjórnarmanna til að kynna sér hérlend sveitarstjórnarmál. Það var í verkahring sambandsins að skipu- leggja slíkar heimsóknir og útvega fyrirles- ara. Á áttunda hundrað skráðar f undargerðir „Þú spyrð hvað ég hafi gert fleira," segir Unnar og bendir á hvort þetta sé ekki orð- ið nóg! „Nei - það er rétt að ég fór ekki alltaf heim klukkan fimm á daginn. Aður en Lánasjóður sveitarfélaga var stofnaður árið 1967 og Magnús E. Guðjónsson varð framkvæmdastjóri Lánasjóðs sambandsins og Bjargráðasjóðs var ég f raun eini starfs- maðurinn sem var í fullri vinnu hjá sam- bandinu. Kannski var stundum erfitt að greina á milli mín og sambandsins. Það var einhvern veginn svo sjálfsagt að alltaf væri hægt að ganga að mér þar. Ég var í augum ýmissa oddvita eins og upplýsinga- banki sem unnt væri að fletta upp í. Ef ég kunni ekki svörin þá reyndi ég að finna út hvar þeirra væri að leita. Þá færði ég til bókar fundargerðir stjórnar sambandsins. Þær urðu samtals um 450 og sumar þeirra yfir 40 töluliðir. Ennfremur fundargerðir árlegra fulltrúa- ráðsfunda og um 20 fundargerðir sam- ráðsfunda ríkis og sveitarfélaga. Á árum áður hafði ég skrifað 45 fundargerðir sam- einingarnefndar og framkvæmdanefndar hennar, einnig fjölmargar fundargerðir vinabæjanefndar Norræna félagsins og framkvæmdanefndar umferðarráðs. Fund- argerðir voru tölusettar svo unnt er að sjá að þær eru samanlagt á áttunda hundrað- ið, enda árin mörg. Stundum sat ég fram eftir við að færa inn fundargerðir. Eigin- konan lét þess stundum getið á þeim árum að ég væri fremur giftur sambandinu en sér og lái henni hver sem vill. En hún var umburðarlynd og hafði skilning á eðli starfsins." Oddvitaherbergið Sveitarstjórnarmenn utan af landi höfðu aðstöðu í höfuðstöðvum sambandsins. Frá árinu 1967 var þar sérstakt oddvitaher- bergi en þangað komu margir oddvitar er þeir voru á ferð. Þar fengu bygginganefnd- ir skóla og fleiri aðstöðu þegar þær voru að vinna að málum sfnum í höfuðborg- inni. Þá voru eðlilega sagðar fréttir úr heimabyggð. Unnar segir að á meðan skrifstofur sambandsins voru við ofanverðan Lauga- veg hafi margir sveitarstjórnarmenn litið inn. Síðan hafi dregið nokkuð úr þessum heimsóknum. Þar komi fleira en eitt til. „Landshlutasamtökin voru að eflast og oddvitar og aðrir forsvarsmenn sveitarfé- laganna þurftu minna á þessari aðstöðu að halda. Bæjarstjórum og sveitarstjórum fjölgaði og fagmennska óx á ýmsum svið- um. Flestir oddvitanna áður fyrr voru næstum ólaunaðir. Þeir voru að sinna sveitarstjórnarmálum í hjáverkum og áttu ekki alltaf mikinn tíma aflögu. Þurftu því að nýta vel tíma sinn í Reykjavík." Úr æskulýðsráði í stjórn Öldrunarráðs íslands! Unnar segir mesta vinnu hafa verið í tengslum við sameiningarnefndina á sín- um tíma - og auðvitað útgáfustarfið. Hann starfaði einnig fyrir sambandið í Umferð- arráði, í vinabæjanefnd Norræna félagsins allt frá árinu 1978 og í Grænlandsnefnd þess frá því hún var sett á stofn 1998. Hann var í framkvæmdanefnd um Ár fatl- aðra og síðar Ár aldraðra. Hann var vara- fulltrúi fyrir aðalfulltrúa sem voru búsettir úti á landi og gat farið á fundi þegar þeir voru forfallaðir, t.d. í Leiklistarráði og í stjórn Listskreytingarsjóðs. Verkefnin voru því margþætt. „Meðal fyrstu trúnaðarstarfa minna fyrir sambandið var á yngri árum mínum að vera fulltrúi þess í Æskulýðsráði ríkisins og nýlega var ég samkvæmt ábendingu fram- kvæmdastjóra sambandsins kosinn í stjórn Öldrunarráðs íslands. Ég var að vísu hætt- ur fyrir alllöngu í æskulýðsráði þegar ég var kosinn í stjórn öldrunarráðs - og ætli það verði ekki síðasta trúnaðarstarfið sem ég sinni fyrir atbeina Sambands íslenskra sveitarfélaga." Myndi velja þennan vettvang á ný Myndi Unnar velja sér sama starfsvettvang ef hann væri að koma á vinnumarkaðinn nú? „Já - alveg hiklaust. í starfinu sá ég æv- inlega heillandi viðfangsefni framundan og það geri ég enn. Nær allar ríkisstjórnir og stjórnmálaflokkar hafa haft það á stefnuskrá sinni að færa aukin verkefni og völd frá ríki til sveitarfélaga svo ákvarð- anataka um þau mál sem næst standa íbú- unum verði í höndum heimamanna. Ég hlýt þvf að vera bjartsýnn á að miklar breytingar verði á komandi árum og að sveitarfélögin verði stór og fjárhagslega sterk - þó að mér þyki að vísu heldur hægt hafa miðað á síðari árum í þessa átt. En það er þá þeim mun brýnna fyrir sam- tök sveitarfélaganna að halda hátt á lofti því markmiði sem forustumenn sam- bandsins settu því í öndverðu, það er að efla sveitarfélögin fólkinu í landinu til hagsbóta." SFS 6 TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 19

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.