Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 10
Sameiningarkosningarnar Málið brennur ekki á þéttbýlisbúum Fremur rólegt var ÍVallarskóla á Selfossi um miðjan dag sameiningarkjördaginn 8. október sl. Kjörstjórn var sammála um að kosningin hefði farið rólega af stað og óvfst væri hversu margir myndu kjósa. „Ég geri ráð fyrir að það sé meiri kjörsókn í kringum okkur en hér á Selfossi. Einkum í sveitahreppunum og trúlega niðri í Þor- lákshöfn þar sem andstaða við sameining- una er áberandi," sagði Ingimundur Sig- urmundsson, formaður kjörstjórnar. Kjörstjórnarfólk var sammála um að málið hafi ekki verið mikið í umræðunni á Selfossi og svo virtist sem margir létu sér þetta í léttu rúmi liggja. „Selfossbúar eru auðvitað búnir að fara í gegnum sam- einingarmál með sameiningunni sem sveitarfélagið Árborg varð til upp úr og því telur það sameininguna nú e.t.v. ekki skipta eins miklu máli," sagði Ingimundur og meðkjörstjórnarfólk tók undir þetta sjónarmið. „Málið brennur ekki með sama hætti á Selfyssingum, og e.t.v. ekki á íbúum í Sveitarfélaginu Árborg, og á íbúum sumra hinna sveitarfélaganna. Það orsakar minni áhuga og dræmari kjörsókn en í nágrannasveitarfélögunum," sagði Ingimundur. Ingimundur Sigurmundsson, formaður kjörstjórnar, Bragi Karlsson, Ásta Hafsteinsdóttir og Sigurbjörg Gísladóttir. Menn spiluðu ekki með í síðari hálfleik Smári Geirsson segir góða reynslu Austfirðinga af sameiningum sveitarfélaga meðal annars hafa orðið til þess að sameiningartillaga var samþykkt eystra, en telur að sveitarstjórnarmenn hafi ekki almennt spilað nægilega með í síðari hálfleik sameiningarverkefnisins. Tillaga um sameiningu fjögurra sveitarfé- laga á Austurlandi; Fjarðabyggðar, Austur- byggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóa- fjarðarhrepps var samþykkt í öllum fjór- um sveitarfélögunum. Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, nefnd- armaður í sameiningarnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðu- neytisins og formaður samstarfsnefndar um sameininguna eystra, segir nokkur at- riði hafa ráðið úrslitum um að sameining- artillagan var samþykkt. Reynsla af sameiningum hafði áhrif Smári segir að í fyrstu megi nefna fyrri sameiningar og áhrif þeirra á styrk sveitar- félaga og uppbyggingu atvinnulífs. Ljóst sé að sameiningar sveitarfélaga á Austur- landi hafi skipt miklu máli fyrir þau um- skipti sem orðið hafi í atvinnulífinu og þau varla orðið án þeirra. Fólk sé þegar búið að fá jákvæða reynslu af þessum sameiningum og átti sig á áhrifum þeirra á marga vegu. Smári bendir á að Fjarða- Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarða- byggð. byggð og Austurbyggð séu hvort tveggja ung sveitarfélög sem hafi orðið til við sameiningu gamalgróinna byggða og fólk sjái ákveðinn árangur af þessum breyting- um. Öll umræða sem orðið hafi um sam- einingarmálið nú hafi snúist um áfram- haldandi sameiningu en menn hafi hins vegar greint nokkuð á um hvenær rétt væri að ráðast í hana. Hvort heppilegra gæti verið að láta einhvern tíma líða áður en ráðist yrði í hana, e.t.v. tvö til þrjú ár, vegna þess að mikið álag væri á sveitarfé- lögunum, bæði vegna fyrri sameininga en ekki síður vegna mikillar uppbyggingar í atvinnulífi og fjölgun íbúa. Smári segir að flestir þeirra sem greitt hafi atkvæði gegn sameiningunni nú til dæmis í Fjarða- byggð hafi fyrst og fremst verið með þetta sjónarmið í huga en ekki að greiða at- kvæði gegn frekari sameiningu sem slíkri. Samgönguþátturinn mikilvægur Smári segir að samgöngumálin hafi einnig haft mjög jákvæð áhrif á afstöðu fólks til sameiningarinnar, einkum jarðgöngin á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar sem undirstriki hvað samgönguþátturinn sé ríkur í hugum þess þegar kemur að því að breyta sveitarfélagamörkum. Austfirð- ingar horfi einnig til frekari mannvirkja- gerðar á sviði samgöngumála og þá eink- um jarðgangagerð á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar sem verði brýnni með hverj- 10 6 TOLVUMIÐLUN H-Laun ISFS

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.