Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 18
Vestmannaeyjabær Sættum okkur ekki við aðra deild Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bjart framundan þrátt fyrir erfiðan rekst- ur. Hugur sé í Vestmannaeyingum sem sætti sig ekki við að vera í annarri deild. Bergur Elías Ágústsson tók við starfi bæj- arstjóra í júlí 2003. Hann er sjávarútvegs- fræðingur og bjó og starfaði í Noregi um langt skeið. Hann kveðst ekki hafa komið að sveitarstjórnarmálum fyrr en hann tók við bæjarstjórastarfinu. „Þá opnaðist fyrir mér nýr og spennandi heimur. Það breytir engu þar um þótt reksturinn hafi verið erfiður á undanförnum árum. Bæjarfélag- ið stendur ekki illa þegar á allt er litið og mörg tækifæri eru framundan," svarar Bergur og segir langt í frá að um ein- hverja uppgjöf sé að ræða hjá Vest- mannaeyingum. Um 650 störf horfið úr sjávarútvegi Miklar breytingar hafa orðið á samfélag- inu íVestmannaeyjum á undanförnum árum. Vertíðarnar, sem settu sterkan svip á bæjarlífið fyrr á árum, eru ekki lengur við lýði og ýmsar breytingar í sjávarútvegi hafa haft varanleg áhrif á samfélagsgerð- ina. Bergur segir tæknivæðingu og aðrar breytingar í sjávarútvegi hafa leitt til þess að störfum hafi fækkað um 650 á undan- förnum tíu árum. Á móti komi að þau störf sem eftir eru séu almennt hærra launuð. „Þetta hefur haft áhrif á tekjur sveitarfélagsins en við megum þó ekki gleyma því að samfélagið er öflugt sem slíkt. Sterk fyriræki starfa í Vestmannaeyj- um og miklir fjármunir liggja í starfsemi þeirra." Um 10,6% aflaheimilda í Eyjum Bergur víkur nánar að sjávarútveginum og segir að þessi samdráttur sé ekki tilkominn vegna sölu aflaheimilda úr byggðarlaginu, heldur vegna hinn- ar almennu aflaskerðingar sem fiskveiði- stjórnun og verndun fiskistofna hafi leitt til. „Útvegsfyrirtækin hafa á hinn bóginn borið gæfu til þess að geta keypt til sín aflaheimildir og haldið útveginum þannig gangandi. Ef sú geta hefði ekki verið fyrir hendi hefðu skapast miklir erfiðleikar í at- Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri ÍVestmannaeyj- um. vinnumálunum og haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. í dag eru um 10,6% allra afla- heimilda í landinu í Vestmannaeyjum og mynda öflugasta sjávarútvegsbæ lands- ins." Bergur leggur áherslu á, eins og raunar margir starfsbræður hans og sveitarstjórn- armenn víða um landið, að flytja nokkuð af starfsemi opinberra stofnana út á land. Hann segir atvinnuvegina út um allt land skapa fjölda starfa sem staðsett séu að mestu í Reykjavík. Dæmi um það megi nefna Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Rannsóknastofnun Fiskiðnarins, Siglinga- stofnun og Landhelgisgæsluna. „Það er mín skoðun að eðlilegt sé að flytja starf- semi þessara stofnana til sjávarbyggð- anna. Hagræðingin í sjávarútveginum hefur kostað mörg störf og þess vegna er það bæði eðlilegt og sanngjarnt að ríkis- valdið beiti mótvægisaðgerðum. Það gengur ekki upp í mínum huga að sjávar- „Samgöngur eru mál málanna í Vestmannaeyjum. Þær eru lykill að nútíma samfélagi. Það er nauð- synlegt fyrir okkur að komast á milli lands og eyja nánast hvenær sem er." byggðirnar borgi hagræðinguna, en fái ekkert í staðinn." Endurskipulagningin hefur styrkt okkur „Ég tel að þrátt fyrir margvíslegar breyt- ingar í atvinnulífi og erfiðan rekstur sveit- arfélagsins þá hafi tekist að byggja upp mjög góða þjónustu af þess hálfu," heldur Bergur áfram, „þjónustu sem fyllilega stenst samanburð við það sem best gerist á meðal annarra sveitarfélaga. Á sfðustu árum höfum við farið vel og vandlega yfir allan rekstur. Við höfum breytt stjórn- skipulagi sveitarfélagsins m.a. á þann hátt að fækka nefndum, búa til ráð og færa stjórnkerfið í átt til þess sem stundum er kennt við straumlínulögun. Ég kann ekki við það orðalag að tala um „flatt stjórn- skipulag" en þessar breytingar snúast fyrst og fremst um að dreifa ákvarðanatöku og virkja lýðræði. Ég tel breytingar hafa orð- ið til góðs en þær eru hluti af alhliða end- urskipulagningu þar sem einnig hefur ver- ið unnið að margvíslegri hagræðingu í rekstri." íþróttahús, leikskóli og menningarhús Ýmsar framkvæmdir hafa verið á döfinni hjá Vestmannaeyjabæ eða eru fyrirhugað- ar. Lokið hefur verið við byggingu nýs og glæsilegs íþróttahúss og unnið hefur verið að lagfæringum á ýmsum eignum bæjar- ins. Nú er búið að taka fyrstu skóflustung- una að nýjum leikskóla sem rúma mun allt að 100 börn og stefnt er að því að byggja menningarhús íVestmannaeyjum í samvinnu við ríkið. „Þar er um allt að 400 milljóna króna framkvæmd að ræða en þar af eru 100 milljónir króna ætlaðar til uppbyggingar á náttúrugripa- og fiska- safninu í Eyjum, sem er hið eina sinnar tegundar hér á landi." Tvö 15 ára tímabil Bergur segir að skipta megi tímabilinu frá Vestmannaeyjagosinu í tvennt. Annars vegar frá 1975 og fram til 1990, á meðan áhrifa uppbyggingarstarfsins hafi gætt 18 tölvumiðlun H-Laun SFS

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.