Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 16
Hafnafundur
Er gjaldskrá samræmd á milli hafna?
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði á hafnafundi Hafnasambands
sveitarfélaga að útgerðarmenn muni leita svara við því hvort gjaldskrá sé samræmd á milli hafna.
„Ég er ekki viss um
að allir stjórnendur
sveitarfélaga hafi til-
einkað sér hina nýju
hugsun f núverandi
hafnalögum. Það að
yfirvöldum hafnanna
sé beinlínis gert
skylt að sýna fram á
kostnað, verulega
deildaskiptan, við
ákvörðun gjaldtöku
af viðskiptavinunum
er alveg nýtt fyrir
flesta sem stjórna
höfnunum. Hafnir
verða ekki reknar
með hagnaði sern er Björgálfurlóhannsson, forstjóri síldarvinnslunnar í
, Neskaupstaö.
umfram rekstrar-
kostnað og eðlilega
arðsemi eigin fjár. Ég tel að hafnayfirvöld víða á landinu hafi ekki
endurskoðað gjaldskrár sínar í samræmi við ákvæði þessara laga.
Útgerðir munu að sjálfsögðu fylgjast með þessu og hefja viðræður
um gjaldtökurnar," sagði Björgólfur.
Hafnir hljóta að leita samninga við útgerðir
Björgólfur sagði að mikilvægt væri að koma að aukinni ábyrgð
sem hljóti að fylgja þessari breytingu, sem hljóti einnig að kalla á
aukna ábyrgð útgerðarmanna. „Það sem ég á við í þessu sam-
bandi er að hafnir sem standa frammi fyrir ákveðnum fjárfesting-
um til að uppfylla kröfur viðskiptavina hljóta að reyna að ná
samningum við viðkomandi útgerðir um tryggingu fyrir viðskiptum
í einhvern árafjölda sem dæmi. Að vísu verða ríkisstyrkir áfram,
þegar um fjárfestingar er að ræða, mismiklir eftir stöðu viðkom-
andi hafnarsjóðs."
Njóta hafnarsjóðir einokunar?
Björgólfur kvaðst hafa góða reynslu af samstarfi við hafnir og telur
að hafnirnar hafi gert sitt besta til að þjónusta útgerðina eins vel
og þeim hefur verið mögulegt. Hann kvað það fyrirtæki sem hann
starfar fyrir hafa notið góðrar þjónustu og skilnings á þörfum þeirr-
ar atvinnustarfsemi sem um ræðir og hafnirnar ráðist í fjárfestingar
til þess að uppfylla þarfir útgerðarinnar hver á sínum stað. „Þetta á
bæði við um hafnaraðstöðu almennt og einnig hvað varðar að-
gerðir eins og dýpkun hafnanna sem þurft hefur að ráðast í vegna
breytinga á fiskiskipaflotanum og þörfum hans." „En böggull fylgir
skammrifi," sagði Björgólfur. „Síldarvinnslan er að sjálfsögðu
bundin á viðkomandi stöðum með verulegar fjárfestingar í fast-
eignum og öðrum atvinnutækjum sem verða ekki fluttar burtu.
Getur verið að viðkomandi hafnarsjóðir njóti þannig einokunar í
’þessum viðskiptum? Það skyldi þó ekki vera."
Útgerðarmenn munu leita svara
Björgólfur telur að hafnir eigi eftir að taka til í sinni gjaldskrá
sem þýði að tekjuhærri hafnir hafi forskot til lækkunar á þjón-
ustugjöldum sem aftur geti leitt til þess að einhverjar hafnir nái
forskoti. „Útgerðir horfa til hafnargjalda og það þýðir að lægri
þjónustugjöld munu kalla á aukin viðskipti sem verða tekin frá
öðrum höfnum. Tekjupotturinn stækkar ekki. Sóknarfæri hafa
myndast hjá tekjuhærri höfnum landsins og samkeppnin um við-
skiptavinina eykst. En hefur þetta gerst eftir að lögin tóku gildi?
Nei, mér sýnist gjaldskráin nánast samræmd milli hafna. Hvernig
má það vera? Útgerðarmenn munu leita svara," sagði Björgólfur
Jóhannsson.
Mikilvægi hafna jafnt sem fyrr
Gísli Gíslason segir að greina verði á milli þess sem hafa megi áhrif á og þess sem verði að þola.
Gísli Gíslason, formaður Hafnasambands sveitarfélaga, segir
mikilvægt að þeir sem vinni að málefnum íslenskra hafna átti sig
vel á þeim breytingum sem eigi sér stað og þeim breytingum
sem má vænta á hverjum tíma. „Við megum ekki dvelja við
liðna tfð heldur vera tilbúin til þess að standa sjálf að nauðsyn-
legum breytingum til þess að styrkja stöðu okkar. Með því að
greina á milli þess sem við fáum haft áhrif á og þess sem við
þurfum að þola verðum við áfram gerendur og leiðandi afl en
ekki sporgöngufólk og þiggjendur," sagði Gísli m.a. við setningu
hafnafundar Hafnasambands sveitarfélaga sem haldinn var í
Hafnarfirði í lok september.
Mikilvægi hafna jafnt sem fyrr
Gísli sagði að breytingar á rekstrarumhverfi hafna og umsvifum
þeirra á síðustu
misserum hafi á
engan hátt dregið úr
mikilvægi þeirra f
samgöngukerfi þjóð-
arinnar. Þetta megi
sjá í þeirri uppbygg-
inu sem nú eigi sér
stað á Austurlandi,
væntingum um
aukna starfsemi á
Norðurlandi og á
Reykjanesi og þeim
markmiðum sem
Gísli Gíslason flytur setningarávarp á hafnafundi.
16
a TÖLVUMIÐLUN H-LaUll SFS