Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 31
Fréttir
Gísli Gíslason til Faxaflóahafna
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Faxaflóahafna frá og með 1. nóvember nk. Gísli
tekur við starfinu af Bergi Þorleifssyni, sem gegnt hefur þvf frá
því Faxaflóahafnir voru stofnaðar um síðustu áramót en gegndi
áður störfum hafnarstjóra Reykjavíkurhafnar. Bergur mun sinna
ráðgjafastörfum fyrir Faxaflóahafnir á næstunni.
Gísli hefur verið bæjarstjóri áAkranesi frá 1. september 1987,
eða um 18 ára skeið. Hann gegndi samtímis starfi hafnarstjóra á
Akranesi til 2004 og starfi hafnarstjóra á Grundartanga á árunum
2002 til 2004. Gísli hefur átt sæti í stjórn Hafnasambands sveit-
arfélaga frá 1994 og verið formaður stjórnarinnar frá 2004. Auk
starfa fyrir Akraneskaupstað, Samband íslenskra sveitarfélaga og
Hafnasamband sveitarfélaga hefur Gísli átt sæti í stjórnum fjölda
fyrirtækja í sjávarútvegi og skipaiðnaði. Við starfi bæjarstjóra á
Akranesi tekur Guðmundur Páll Jónsson, forseti bæjarstjórnar
Akraneskaupstaðar.
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
Lokið verði við Þverárfjallsveg
Ársþing SSNV, sem haldið var á Siglufirði gerði þunga kröfu um
að lokið yrði við gerð Þverárfjallsvegar á milli Skagafjarðar og
Húnavatnssýslu.
Þingið ályktaði um mikilvægi þess að Ijúka framkvæmdum
við veginn á árinu 2006, þar sem umferðarþungi hafi vaxið ört.
Aukin slysahætta skapist af vaxandi umferð á veginum ef ekki
verði farið í framkvæmdir hið bráðasta. I ályktuninni segir að
vegtengingin yfir Þverárfjall hafi þegar haft mjög jákvæð samfé-
lagsleg áhrif og nú sé svo komið að mest öll umferð milli Sauð-
árkróks og Reykjavíkur fari um þennan veg, enda stytti það vega-
lengdina um 30 kílómetra.
Eyþing
Fjármagn til skógræktar
Aðalfundur Eyþings leggur áherslu á fjármagn til Norðurlands-
skóga og annarra svæðisbundinna skógræktarverkefna.
Fundurinn hvetur þingmenn til þess að beita sér fyrir því að
staðið verði við fjárveitingar til Norðurlandsskóga og annarra
landshlutabundinna skógræktarverkefna samkvæmt þingsályktun-
artillögu um skógrækt frá 2004 til 2008. Um mikið hagsmuna-
mál sé að ræða, þar sem um 200 aðilar á Norðurlandi stunda
ræktun skóga og skjólbelta undir merkjum Norðuriandsskóga.
Gísli Gíslason, fráfarandi bæjarstjóri Guömundur Páll Jónsson tekur viö
og verðandi formaður Faxafióahafna. bæjarstjórastarfinu af Gfsla.
Húsafriðunarnefnd ríkisins
auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunar-
sjóðs, vegna endurbóta á friðuðum eða varð-
veisluverðum húsum.
Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna:
1. Undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og
tæknilegrar ráðgjafar.
2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta.
Ennfremur eru veittir styrkir til húsakannanna, bygg-
ingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra.
Styrkveitingin er háð því að farið sé eftir þeim upp-
dráttum og áætlunum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins
samþykkir.
Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. desember 2005 til
Húsafriðunarnefndar ríkisins, Suðurgötu 39, 101 Reykja-
vík, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin
verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Einnig er hægt
að nálgast eyðublöðin á heimasíðu Húsafriðunar-
nefndar, www.husafridun.is
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 570 1300 milli
kl. 10:30 og 12:00 virka daga.
■■■■^^^■■■1 Húsafriðunarnefnd ríkisins ■
stjómbúnað fyrlr bitakerfi
frá wirkjyn til heimilis
Danfoss er leiðandi íframleiðslu
stjómbunaðar fyrir hitakerfí
Danfoss bf
Skútuvogi 6
104 Reykjavík
Sími 510 4100
www.danfoss.is
TÖLVUMIÐLUN 21 Traust í 20 ár 1985-2005
31