Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 34
Fréttir
Eyþing
Flugvallarmál í brennidepli
Flugvallarmál voru í brennidepli á aðal-
fundi Eyþings sem haldinn var að Narfa-
stöðum í Reykjadal í september sl. Þingið
lagði þunga áherslu á að miðstöð innan-
landsflugs verði áfram í Reykjavík, Akur-
eyrarflugvöllur verði lengdur og að áfram
verði unnt að nota Húsavíkurflugvöll til
sjúkraflugs, auk þess sem hann verði
áfram varaflugvöllur.
Fundurinn ítrekaði mikilvægi staðsetn-
ingar innanlandsflugsins í Reykjavík og
varaði við þeim hugmyndum sem uppi
hafa verið um að flytja innanlandsflug-
völlinn úr höfuðborginni. Fundurinn benti
á mikilvægi þess að geta tryggt öllum íbú-
um landsins greiðan aðgang að þeirri fjöl-
breyttu þjónustu og menningu sem
Reykjavík hefur upp á að bjóða auk þess
sem núverandi Reykjavíkurflugvöllur sé í
næsta nágrenni við væntanlegt hátækni-
sjúkrahús í Reykjavík. Fulltrúar á aðal-
fundi Eyþings lýstu furðu á
þeirri umræðu sem átt hefur
sér stað um flutning innan-
landsflugsins og lögðu áherslu
á að núverandi staðsetning
flugvallarins sé landsbyggðinni
mikilvæg og ekkert einkamál
borgarstjórnar Reykjavíkur-
borgar.
Aðalfundur Eyþings taldi að
lenging flugbrautar Akureyrar-
flugvallar eigi að vera for-
gangsmál næstu samgöngu-
áætlunar. Hún sé forsenda fyrir
áætlunar- og fraktflugi frá Ak-
ureyri til annarra landa. Hvað
Húsavíkurflugvöll varðar lagði
aðalfundurinn áherslu á mikil-
vægi hans til sjúkraflugs og
sem varaflugvallar.
Akureyrarflugvöllur.
Fjórðungssamband Vestfirðinga
Samgöngubóta krafist
f ályktun frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga á
Patreksfirði 2. og 3. september sl. segir að
enginn annar landshluti búi við sambæri-
legar aðstæður í vegamálum og Vestfirðir.
Því sé það sanngjörn krafa Vestfirðinga að
samgöngubætur í landshlutanum njóti
forgangs við niðurröðun samgönguverk-
efna. Með þeim hætti sé að hluta brugðist
við samdrætti í efnahagslífi Vestfjarða á
sama tíma og um uppgang sé að ræða í
öðrum landshlutum.
Þingið benti á að þrátt fyrir umtals-
verðar samgöngubætur á undanförnum
árum séu viðamikil verkefni ókláruð, sé
tekið mið af samgönguáætlun Vestfjarða.
Þar á meðal lagning bundins slitlags á
vegi er tengi þéttbýlisstaði saman. Þá
þurfi einnig að leggja áherslu á og tryggja
fullkomið öryggi vegfarenda á milli
byggðarlaganna við ísafjarðardjúp, auk
þess sem vakin er athygli á hugmyndum
þess efnis að Ofanflóðasjóður, að undan-
gengnum lagabreytingum, komi að fjár-
mögnun framkvæmda við gerð jarðganga
á milli Bolungarvíkur, Isafjarðar og Súða-
víkur.
Nefnd til endurskoðunar laga
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til
þess að endurskoða þriðja kafla laga um
tekjustofna sveitarfélaga, en umræddur
kafli fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Nefndinni er meðal annars ætlað að hafa
hliðsjón af hugmyndum tekjustofnanefnd-
ar um áherslur við endurskoðun á lögum
um sjóðinn, auk þess sem henni er ætlað
að semja tillögur um hugsanlegar breyt-
ingar á reglugerðum sem sjóðurinn starfar
eftir.
í skipan nefndarinnar er gert ráð fyrir
að hún athugi hvort nægilegt tillit sé tekið
til sérstakra aðstæðna sveitarfélaga í nú-
verandi jöfnunarkerfi og geri tillögur um
breytingar ef þörf er á. Nefndin skal
einnig kanna hvort núverandi kerfi tryggi
réttláta jöfnun meðal sveitarfélaga. í því
felst það sjónarmið að sveitarfélög fái
ekki meira úr sjóðnum en þau þurfa
vegna tekju- og útgjaldaþátta, en njóti
engu að síður ávinnings af hagkvæmni í
rekstri. Samkvæmt tillögum tekjustofna-
nefndar verður árlega veitt 700 milljóna
króna aukaframlag úr ríkissjóði til Jöfnun-
arsjóðs sveitarfélaga á árunum 2006 til
2008, sem er ætlað að bæta rekstur og
fjárhagslega stöðu sveitarfélaga sem
og reglna
standa höllum fæti vegna erfiðra að-
stæðna. Sérstakt tillit verður tekið til
byggðaröskunar og minnkandi möguleika
til tekjuöflunar af hennar sökum.
Nefndina skipa: Herdís Á. Sæmundar-
dóttir, sem er formaður nefndarinnar,
Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður,
Birkir Jón Jónsson alþingismaður, Flosi
Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ,
Cunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafn-
arfjarðarkaupstað, Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri í ísafjarðarbæ og Helga
Erlingsdóttir, sveitarstjóri í Hörgár-
byggð.
34
6 tölvumiðlun! H-Laun SFS