Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 29
4 1 ■ 1 ?B' J Klil íslenski hópurinn á fundi hjá héraðanefndinni. Byggðastofnun hefur hlutverki að gegna „Við höfum ekki verið að sinna þessum málum með neinum hætti á sveitarstjórn- arstiginu á sama tíma og ríkið hefur haft fulltrúa sína í Brussel. Þeir horfa á málin út frá hagsmunum þess án þess að sjón- um hafi sérstaklega verið beint að hags- munum sveitarfélaganna. Það er heldur ekki hægt að ætlast til þess að fulltrúar ríkisins fari að vinna að málum út frá hagsmunum sveitarfélaganna og það mun enginn annar gæta hagsmuna þeirra en þau sjálf. Þess vegna hef ég lagt til að komið verði á fót skrifstofu í Brussel undir formerkjum sveitarstjórnarstigsins. Við eigum mikilla hagsmuna að gæta í þessu samhengi, en við erum aftur á móti ekki það stór þjóð að við höfum aðstöðu til þess að starfrækja stórar og miklar sendi- skrifstofur. Ég tel því mikilvægt að Sam- band íslenskra sveitarfélaga leiti samstarfs við aðra aðila og hef lagt til að það verði Reykjavíkurborg, sem langstærsta sveitar- félagið á landinu, og síðan Byggðastofn- un. Ég tel að hún hafi ákveðnu hlutverki að gegna í þessu sambandi vegna þess að margar af þeim reglugerðum, sem Evr- ópusambandið setur, snerta byggðamál með mismunandi hætti." Árni Þór segir Evrópusambandið leggja mikið upp úr byggðamálum. Á vegum þess eigi sér stað margs konar rannsóknir sem snerta þróun byggðarlaga og byggða- mál. Með aðild að EES-samningnum eigi ísland aðkomu að mörgum þessara verk- efna og eigi möguleika á að sækja um styrki og einnig aðild að sumum þeirra samstarfsverkefna sem sett eru á fót á vegum Evrópusambandsins. Hann segir að nokkuð hafi verið sóst eftir samstarfi að þessu leyti, en alls ekki nægilega og kveðst telja að ef Byggðastofnun komi að þessu verkefni með sveitarfélögunum verði hægt að auka þetta starf til muna. Þurfum einnig að sinna heimavinnunni „Þrátt fyrir þetta þá er langstærsti þáttinn í þessu máli sá að koma að gerð reglu- gerða, en auk þess eru ýmis önnur atriði sem sveitarfélögin þurfa að huga að og þá ekki síst Samband íslenskra sveitarfélaga. Við þurfum að sjálfsögðu að sinna heima- vinnu okkar. Þótt við opnum skrifstofu í Brussel verðum við einnig að reka öfluga starfsemi hér heima, sem getur tekið á móti upplýsingum, unnið úr þeim og miðlaði áfram til sveitarfélaganna um allt land. Við verðum að byggja upp meiri þekkingu á þessum málum þótt við höf- um verið að auka hana að undanförnu. Skref í þá átt var að efla þróunar- og al- þjóðasvið Sambands íslenskra sveitarfé- laga auk þess sem farið er að huga að þessum málum innan margra sveitarfé- laga. Reykjavíkurborg hefur þegar markað sér stefnu að þessu leyti sem byggir að vissu leyti á þvf að horfa til Evrópusam- starfs." Tvöföldun vísinda- og rannsóknastyrkja „Þótt Samband íslenskra sveitarfélaga verði leiðandi í þessu starfi er nauðsyn- legt að fleiri en einn aðili komi að mál- inu. Þess vegna legg ég mikla áherslu á þá möguleika að bjóða sveitarfélögum, háskólum og fleiri stofnunum upp á að senda starfsmenn eða nema í starfsþjálfun til Brussel. Ég sá hversu algengt það er að skrifstofur sveitarfélaga annarra Evrópu- ríkja fái starfsmenn að heiman til tíma- bundinna starfa, t.d. þrjá eða fjóra mán- uði í einu. Þessir starfsmenn eru þá á launum hjá sínum sveitarfélögum eða starfsstöðvum hverjar sem þær eru, en fá starfsaðstöðu og verkefni sem skrifstofan þarf að leysa og öðlast í leiðinni þekkingu og reynslu. Eftir því sem ég hef haft spurnir af þá hefur þetta fyrirkomulag gef- ist vel. Ég get nefnt Norðmenn sem dæmi í þessu sambandi. Þeir eru með margar skrifstofur í Brussel sem þjóna ákveðnum landshlutum og héruðum heima í Noregi. Þannig eiga bæði Norður-Noregur og Óslóarsvæðið sínar skrifstofur og fulltrúa í Brussel. Þessum skrifstofum er einkum ætlað að þjóna hagsmunum þessara til- teknu svæða en einnig að leita eftir sam- starfsaðilum annars staðar f Evrópu um einstök verkefni. Hluti af þessu starfi felst í umsóknum um styrki um ýmis verkefni og einnig að kynna hin ýmsu svæði sem ákjósanleg fyrir rekstur fyrirtækja og einnig búsvæði fyrir fólk." Stór jaðarsvæði „ísland á margvíslega samleið með Nor- egi að þessu leyti. Stór landsvæði beggja landanna eru skilgreind sem jaðarsvæði í skilningi Evrópusambandsins. Allur Norð- ur-Noregur fellur undir þá skilgreiningu og nær allt ísland utan byggðanna við Faxaflóa og nágrennis." Árni Þór segir byggðaverkefnin ekki bundin við jaðar- svæðin heldur geti verið um margvísleg verkefni að ræða og hafi nokkur sveitarfé- lög hér á landi þegar tekið þátt í slíkum verkefnum. Hann nefnir sérstaklega í þessu sambandi þá fjármuni sem veitt er til margs konar rannsókna og vísindastarf- semi og að íslendingar eigi fulla mögu- leika á að sækja inn f þá sjóði í gegnum samstarf við Evrópusambandslöndin. Þeg- ar hafi nokkur árangur orðið í því efni en vel sé hugsanlegt að ná megi frekari ár- angri. Hann segir að Evrópusambandið sé nú að vinna að sjöundu rammaáætlun- inni um rannsóknir og þróun og þar sé gert ráð fyrir allt að tvöföldun þeirra fjár- muna sem verja eigi til rannsókna og vís- inda. Þarna sé um gríðarlegar fjárhæðir að ræða og þótt Evrópusambandið sé að beina sjónum til nýju sambandsríkjanna í austri þá eigum við líka möguleika á sam- starfi í þessu efni. Þróunarsjóður EFTA bjóði einnig upp á marga og nýja mögu- leika. Að starfa með Norðurlanda- þjóðunum „Það eru um 250 skrifstofur í Brussel sem eingöngu sinna sveitarstjórnarstiginu, ým- TOLVUMIÐLUN 20 Traust í 20 ár 1985-2005 29

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.