Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 14
Fréttir Akureyri með hæsta tekjujöfnunarframlagið Akureyrarkaupstaður fær hæsta tekjujöfn- unarframlagið frá Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga á þessu ári. Framlagið er um 192,3 milljónir króna eða 20,7% heildarúthlut- unar. Alls áætlar Jöfnunarsjóður að út- hluta 926,4 milljónum króna til tekjujöfn- unar í 51 sveitarfélagi á þessu ári. Reykjanesbær hlýtur 109 milljónir króna samkvæmt áætlun Jöfnunarsjóðs, Rangárþing eystra 57,8 milljónir, Hvera- gerðisbær 50,3 milljónir, Eyjafjarðarsveit 45,7 milljónir, Sveitarfélagið Skagafjörður 40,3 milljónir, Dalvíkurbyggð 39,8 millj- ónir, Þingeyjarsveit, 34 milljónir, Sveitar- félagið Hornafjörður 30,5 milljónir, Vatns- leysustrandarhreppur 24,1 milljón, Húna- þing vestra 23,7 milljónir, Grundarfjarðar- bær 25 milljónir og Borgarbyggð 21,7 milljónir króna. Ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fær úthlutað tekju- jöfnunarframlagi á þessu ári samkvæmt áætlun Jöfnunarsjóðs. Gunnar Valur, sem er til vinstri á myndinni, afhendir Guðmundi lyklana að skrifstofu bæjarstjóra á Bjarna- stöðum á Álftanesi. Sveitarfélagið Álftanes Guðmundur tekur við af Gunnari Guðmundur G. Gunnarsson hefur tekið við starfi bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Álftanesi. GunnarValur Gíslason, forveri hans, var búinn að sitja sem bæjarstjóri á Álftanesi í yfir 13 ár. Guðmundur hefur verið oddviti hreppsnefndar á Álftanesi og síðast forseti bæjarstjórnar um árabil. Hann hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðar- störfum fyrir bæjarfélagið og er því kunn- ugur því starfsumhverfi sem hann gengur nú að. GunnarValur gegndi auk bæjar- stjórastarfsins starfi skipulagsfulltrúa og fleiri trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið á miklum uppgangstíma sveitarfélagsins en hefur nú kosið að hverfa til annarra starfa. Eyþing Horft til háskólastarfsins Efling Háskólans á Akureyri er ofarlega í huga sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi eystra. í ályktun aðalfundar Eyþings kem- ur m.a. fram að staðsetning stofnunarinn- ar hafi skipt sköpum fyrir jöfnun aðgangs fólks að námi. Fundurinn hvatti til aukinna rannsókna við skólann er snéru jafnt að atvinnulífinu sem sveitarfélögunum. Einnig segir í ályktuninni að ferðaþjónusta sé vaxandi á starfssvæði Eyþings og því sé mikilvægt að efla rannsóknir á því sviði. Aðalfundur Eyþings lagði mikla áherslu á samstarf Ey- þings og Háskólans á Akureyri um sí- menntun og einnig þróun á námsfram- boði í stjórnsýslu og stjórnun með áherslu á stjórnun sveitarfélaga. Fundurinn benti á að fjarnám hafi þegar sannað gildi sitt fyrir dreifðar byggðir og lagði áherslu á mikilvægi fjarskiptanetsins vegna gagna- flutninga í sambandi við fjarnám. Fjórðungssamband Vestfirðinga Vaxtarsamn- inginn verður að efna Vaxtarsamningur, menningarsamningur, fjölmenningarsetur og fjölgun opinberra starfa eru ofarlega í huga Vestfirðinga. Þetta kemur skýrt fram í ályktunum Fjórð- ungsþings Vestfirðinga sem haldið var á Patreksfirði 2. og 3. september sl. þar sem ýtt var á eftir efndum á þessum samningi. Fjórðungsþing Vestfirðinga telur að með framkvæmd vaxtarsamnings Vest- fjarða, muni hæfni Vestfjarða til sam- keppni við aðra landshluta aukast. í samn- ingnum eru alls 29 tillögur og þar af 16 sem raðað hefur verið saman í þrjá klasa þar sem sjávarútvegur, ferðaþjónusta og menningarstarfsemi og menntunar- og rannsóknastörf mynda hvern klasa fyrir sig. Þingið telur að með samningnum, þeim tillögum sem í honum felast og myndun framangreindra klasa, skapist sóknarfæri er tryggt geti framtíð byggðar á Vestfjörðum. Fjórðungsþingið telur nauð- synlegt að komið verði á menningarsamn- ingi milli menntamálaráðuneytisins og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þingið minnti einnig á tillögu í vaxtarsamningi Vestfjarða um að Fjölmenningarsetur Vest- fjarða verði gert að sjálfstæðri stofnun er heyri undir félagsmálaráðuneytið. Sett verði löggjöf um stofnunina og fjárhags- grundvöllur hennar verði tryggður í fjár- lögum, þar sem fáir staðir á landinu henti betur fyrir slíka starfsemi vegna þess fjöl- menningarlega samfélags sem myndast hafi vestra. Fjórðungsþing Vestfirðinga skoraði einnig á stjórnvöld að fylgja eftir þeirri tillögu í vaxtarsamningnum sem fjallar um fjölgun opinberra starfa vestra. 14 TÖLVUMIÐLUN H-Laun SFS

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.