Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 11
um deginum sem líður, en einnig í fram-
haldi af því tengingu til norðurs frá Norð-
firði í gegnum Mjóafjörð og til Seyðis-
fjarðar.
Smári segir athyglisvert hve íbúar
smærri sveitarfélaganna, Fáskrúðsfjarðar-
hrepps og Mjóafjarðarhrepps, hefðu sam-
þykkt sameiningu með afgerandi hætti en
víða annars staðar á landinu hafi íbúar
smærri sveitarfélaga kolfellt sameiningu.
Hann telur að þetta sé ótvíræður vitnis-
burður um að gott traust ríki á milli
manna eystra og íbúar smærri sveitarfé-
laganna trúi því ekki að hagsmunir þeirra
verði fyrir borð bornir í nýju sveitarfélagi.
Spiluðu ekki með í síðari
hálfleik
Smári segir að þrátt fyrir þá niðurstöðu
sem varð megi ekki líta framhjá því að
sameining hafi verið samþykkt í um þriðj-
ungi þeirra sveitarfélaga þar sem kosið
var. „Vissulega voru niðurstöðurnar von-
brigði. Einkum vegna þess að sveitar-
stjórnarmenn voru búnir að samþykkja,
bæði á landsþingum og fulltrúaráðsfund-
um Sambands íslenskra sveitarfélaga, að
vinna að fækkun sveitarfélaga með sam-
einingum. Síðan er eins og þeir hafi
guggnað þegar á hólminn var komið og
snúist á sveif með þeim íbúum sem voru
andvígir sameiningu. Sumum hverjum
hefur hreinlega snúist hugur þegar kom að
því að sameina þeirra eigin sveitarfélög
öðrum. Ef ég líki þessu við fótboltaleik þá
er ekki nóg að spila vel í fyrri hálfleik en
vera svo varla með í síðari hálfleiknum.
Menn skora ekki við slíkar aðstæður. Því
miður held ég að hluti sveitarstjórnar-
manna hafi lent í þessari stöðu. Annað
sem ég tel verulegt áhyggjuefni er kosn-
ingaþátttakan sem var langt undir vænt-
ingum. Ég tel að hvort tveggja sé verulegt
áhyggjuefni fyrir Samband íslenskra sveit-
arfélaga og raunar sveitarstjórnarmenn í
landinu," segir Smári Geirsson.
Samgöngumálin settu strik í reikninginn
Gunnar Þorgeirsson segir að það hefði þurft að ákveða verkaskiptinguna fyrst og tímasetja hana. Þá
hefðu sveitarstjórnarmenn þurft að tala saman.
„Samgöngumálin settu ákveðið strik í
sameiningarkosninguna hjá okkur," segir
Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og
Grafningshrepps. „Menn töldu forsendu
fyrir sameiningu sveitarfélaganna hér í
uppsveitum Árnessýslu brú á Hvítá, sem
styttir vegalengdina á milli Laugaáss og
Flúða verulega og gerði það að verkum
að um eitt atvinnusvæði gæti orðið að
ræða. Einnig brennur Gjábakkavegurinn á
okkur en hann er nú kominn í enn eitt
umhverfismatið og maður veit ekki hvert
framhaldið verður eða hvaða tíma sú
vinna kemur til með að taka. Þessi sjónar-
mið komu glöggt fram á öllum kynningar-
fundunum sem við héldum, fyrst á sam-
eiginlegum kynningarfundi fyrir íbúa allra
sveitarfélaganna fjögurra og síðar á fund-
um sem haldnir voru í hverju sveitarfélagi
fyrir sig."
Ákveða hefði þurft verkefna-
flutning og tímasetningar fyrst
Gunnar kveðst telja að þessi tvö mál hafi
staðið í fólki þótt erfitt sé að segja til um
hvort þau hafi valdið því að sameiningin
var ekki samþykkt í Grímsnes- og Grafn-
ingshreppi og í Hrunamannahreppi en
sameining var samþykkt í Bláskógabyggð
og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Annað
sem ég held að haft hafi áhrif á niður-
stöðu kosninganna, og þá er ég að tala
um þær í heild, er það að ekki var búið
að ganga nægilega vel frá því við hverju
Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafn-
ingshrepps.
sveitarfélögin ættu að taka. Ég held að
réttara hefði verið að fara þá leið að
ákveða hvaða verkefni ættu að flytjast yfir
til sveitarfélaganna og gefa því ákveðna
tímasetningu, hvort sem það hefði verið á
árinu 2006 eða 2007. Þá hefðu sveitar-
stjórnarmenn orðið að setjast niður og
ræða um og ákveða sameiningar í Ijósi
þeirra verkefna til þess einfaldlega að
geta sinnt þeim. Það er mín skoðun að
þetta hefði virkað betur og meiri árangur
náðst."
Rætt saman í Danmörku
þótt ekki væri kosið
Gunnar kveðst ekki fyllilega hafa áttað sig
á því eftir hverju hafi verið farið við
ákvörðun sameiningartillagnanna og
nefnir í því sambandi tillögu um að sam-
eina Ölfusið við Árborg, sem bæði séu
nokkuð öflug sveitarfélög en skilja Ása-
hrepp útundan með aðeins um 150 íbúa.
Hann kveðst telja að ef flytja eigi stór
verkefni á borð við heilbrigðisþjónustuna
yfir til sveitarfélaganna þá þurfi enn stærri
sameiningar og einingar á sveitarstjórnar-
stiginu en tillögurnar sem kosið var um
8. október sl. hafi hljóðað upp á. Gunnar
nefnir Danmörk sem dæmi en þar standa
yfir umfangsmiklar sameiningar sveitarfé-
laga. „Það er mikið rætt um lýðræðislega
aðferð okkar en f Danmörku var ákveðið
að leggja ömtin niður og að sveitarfélögin
tækju stóran hluta af verkefnum þeirra til
sín. Við það hófust viðræður milli sveitar-
stjórna sem leiddu víðast hvar til þeirra
niðurstaðna sem ákveðnar voru, þótt ekki
væri farin sú leið að láta íbúana kjósa um
þær eins og hér." Gunnar kveðst telja
Ijóst að sveitarfélög hér á landi muni
sameinast í framtíðinni þrátt fyrir þessa
niðurstöðu. Það sé einungis spurning um
hvort það verði á grundvelli verkefna-
flutnings frá ríki til sveitarfélaga þar sem
sanngjarnir tekjustofnar fylgi, eða hvort
þessum markmiðum verði náð með öðru
móti.
TÖLVUMIÐLUN
I Traust í 20 ár
4U 1985-2005
11