Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 19
Götumynd frá Vestmannaeyjum. með beinum hætti, og hins vegar síðast- liðin 15 ár, þegar segja má að því starfi hafi verið lokið. „Fyrstu árin eftir náttúru- hamfarirnar einkenndust af gríðarlegum þrótti og þrautseigju. Mikill kraftur varð til og menn gengu að verkefni sem í fyrstu virtist nær vonlaust að Ijúka. En með mik- illi elju og þrautseigju höfðu menn það af. Menn urðu að koma hjólum atvinnu- lífsins af stað á skömmum tíma og einnig þurfti að byggja mannabústaðina að nýju, því mörg hús skemmdust eða jafnvel eyðilögðust. Þessi þróun varð til þess að bæjarbúum fjölgaði hratt eftir gosið þótt heildarfjöldinn hafi aldrei náð þeirri tölu sem hann var áður. Fyrir gos bjuggu um 5.300 manns í Vestmannaeyjum en íbúafjöldinn er um 4.200 í dag og hefur hæst komist í 4.900 á síðustu þremur áratugum." Félagslegu íbúðirnar þungur baggi Bergur segir eina af afleiðingum þessarar miklu uppbyggingar eftir gosið hafa kom- ið illa við rekstur Vestmannaeyjabæjar. Þar á hann við félagslega íbúðakerfið. „Vegna ótta við húsnæðiseklu eftir gosið var ráðist í að byggja mikið af félagsleg- um íbúðum í Vestmannaeyjum. Á þeim tíma litu menn á þetta sem vænlegan kost í uppbyggingunni. Með árunum hefur verið byggt nægilega mikið af húsnæði í einkaeigu til að anna eftirspurn og þörfin fyrir þessar íbúðir hefur stöðugt verið að minnka. í dag eru þessar íbúðir orðnar þungur baggi á sveitarfélaginu. Halli af rekstri þeirra er um 70 milljónir króna á ári og heildarskuldir eru allt að 1.100 milljónir króna. Þessar eignir útheimta viðhald eins og öll önnur mannvirki og við erum að ráðast í umfangsmikið við- haldsverkefni af þeim sökum. Að mínum dómi er ekki vænlegt að setja þær í sölu eins og á stendur. Þær myndu ekki seljast fyrir nema hluta af kostnaði, auk þess sem sala þeirra myndi skekkja fasteigna- markaðinn í bæjarfélaginu. Þetta er vandi sem við sjáum ekki fram úr á þessari stundu. Félagslegu íbúðirnar eru fyrir löngu orðnar barn síns tíma með fyrr- greindum afleiðingum fyrir rekstur sveitar- félagsins." Mál málanna „Hvað brennur á okkur nú? Samgöngu- málin!" svarar Bergur stutt og laggott. „Sam- göngur eru mál mál- anna í Vestmannaeyj- um. Þær eru lykill að nútíma samfélagi. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að komast á milli lands og eyja nánast hvenær sem er. Þetta er almenn krafa okkar Vest- mannaeyinga og nú er nefnd á vegum samgönguráðherra að fjalla um hvernig framtíðarsamgöngum við eyjarnar verður háttað." Bergur segir fjóra kosti vera til athug- unar. „í fyrsta lagi er um öflugri flugsam- göngur að ræða. Þá á ég bæði við flug- samgöngur við höfuðborgarsvæðið og einnig möguleika á að byggja upp öflugri flugsamgöngur til Bakkaflugvallar í Land- eyjum. Þangað er aðeins um fimm mín- útna flug frá Vestmannaeyjaflugvelli og þessi samgöngumáti er nú þegar talsvert notaður af Vestmannaeyingum. í öðru lagi er til umfjöllunar hvort ráðast eigi í bygg- ingu nýrrar ferju og efla þannig ferjusigl- ingarnar til Þorláks- hafnar og bæta að- stöðu um borð. í þriðja lagi er fjallað um þann möguleika á að byggja ferjulægi á Bakkafjöru og auka þar með tíðni ferjusigl- inganna verulega, en aðeins er um hálfrar klukkustundar sigling á milli lands og eyja miðað við þá land- töku. Með því móti gæti skip verið í stöð- ugum siglingum allan daginn. Fjórði kostur- inn og sá umfangs- mesti er síðan gerð jarðganga til Vest- mannaeyja. Verið er að kanna möguleika á slíkri framkvæmd og einnig að meta þjóð- hagslega hagkvæmni af slíku samgöngumannvirki. Nú fer að styttast f niðurstöður nefndarinnar og síð- an hljóta að hefjast umræður um hvaða kostir verða taldir vænlegastir." Sættum okkur ekki við aðra deild Bergur segir Vestmannaeyjar mikið keppnissamfélag og keppnisandann end- urspeglast í íþróttunum, en einnig í ýmsu öðru. Öflug þátttaka Vestmannaeyinga í íþróttastarfi hafi t.d. útheimt 74 milljónir króna í ferðakostnað á síðustu tveimur árum. „Þetta er eitt af því sem knýr á um samgöngubætur þótt margt annað haldist þar í hendur. Vestmannaeyingar sætta sig ekki við að vera í öðrum flokki eins og margoft hefur komið fram í íþróttunum. Menn sætta sig ekki lengi við að vera í annarri deild og eru fljótir að rífa sig upp aftur." .. .þá lögum við okkur að þínum þörfum! Vildarpjónusta Sparísjóðslns ■ m fmoatmkm «r ny persrtnutoa í|arrrvSlaOúna«ii s«n ef oóf- B TOOlrardEMkoitttxnkrtári’ snlöin aA fiörtum og trygg» tramtr- • AíiUOi'«' »r^»l SPARISJÓÐURINN mMA 1 ruBSla SpartsjiW nfta A www.spar.ls ■ n»í»a-oðh|»0S VoMom. Puoloðum og l>vm ÚtVi -fyrir þig Og þlna Sparisjoður Vestmannaeyja Bárustig 15 Simi 488 2100 Fax: 488 2101 „Hver og einn getur útbúið sér sinn eigin kassa eða fjölskyldukassa og sett í hann hluti sem vekja upp góðar hugsanir og minningar." TOLVUMIÐLUN 20 Traust í 20 ár 1985-2005 19

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.