Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 12
Sameiningarkosningarnar Sveitarfélögin verða sameinuð Guðrún Hafsteinsdóttir og Davíð Jóhann Davíðsson voru að koma frá því að greiða atkvæði um sameiningu neðri hluta Ár- nessýslu þegar tíðindamann bar að garði í Grunnskólanum í Hveragerði um miðjan dag laugardaginn 8. október sl. Þau kváð- ust ekki eiga von á að sameiningin yrði samþykkt, alla vega ekki í Hveragerðisbæ eða Ölfusi en meiri spurning væri um sveitarfélögin austan Ölfusár. Þau sögðu að ástæður þess að samein- ing yrði ekki samþykkt nú gætu verið margar. Ein þeirra væri trúlega sú að sam- einingartillagan hefði komið frá stjórn- völdum, í stað þess að vera sjálfsprottin heima fyrir. Sumum fyndist heldur ekki skipta máli hvort kosið væri um samein- inguna vegna þess að sveitarfélögin yrðu sameinuð með einhverjum hætti hvort sem er. Davíð sagðist raunar ekki efast um að þessi sveitarfélög yrðu sameinuð í framtíðinni. Það væri spurning um tíma en ekki með hvaða hætti það yrði ákveð- ið. Þau bentu á að miklar breytingar hafi orðið á viðhorfi fólks til sveitarfélaga- marka á undanförnum árum og nú væri í framtíðinni ekki lengur talað um að fólk fengi ekki vinnu í viðkomandi sveitarfélagi nema að eiga þar heima eins og hefði verið til margra ára. Þau kváðust hafa búið í Þýskalandi um tíma og sameining sveitar- félaga væri ekki séríslenskt fyrirbæri. „Þetta er að eiga sér stað víðar en hér og er að mörgu leyti eðlileg þróun. En fólki stendur ekki á sama hvernig staðið er að hlutunum og viðhorfin eru mjög breyti- leg, a.m.k. enn sem komið er." Guðrún Hafsteinsdóttir og Davíð Jóhann Davíðs- son á kjörstað í Hveragerði. Töiuverður hiti var í Þorlákshafnarbúum og sýndu sumir afstöðu sína með táknrænum hætti. Myndin er tekin 8. október sl. í Þoriákshöfn. 12 a tölvumiðlun H-Laun SFS

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.